Gott dipp og súkkulaðihjúpuð jarðaber. Fátt um betra!
Uppskrift af ótrúlega góðu dippi.
1x stór kotasæludós
1x mild salsasósa
1x rauð paprika
1x græn paprika
3/4 af ágúrku
2x tómatar
1x rauður laukur
That's it! 
Kotasælan neðst - salsasósan yfir - og svo grænmetið ofaná, fallegir litir og ljúffengt með hrökkbrauði eða snakki svona þegar að maður vill gera vel við sig :o) 
Ég valdi mér gott súkkulaði - siríus auðvitað! Bræddi súkkulaðið yfir vatnsbaði og klæddi svo jarðaberin í súkkulaðiklæðin. 
Góða helgi allir saman, gerið eitthvað skemmtilegt! Ég ætla allavega að hafa það huggó með yndislegum vinkonum í kvöld og í fyrramálið fer ég í reynsluflug númer tvö til Frankfurt. Þannig þetta stefnir allt í sérdeilis fína helgi :o)
 
 
No comments:
Post a Comment