Ég er ansi mikið fyrir lasagne, gaman hvað það er hægt að útbúa það á marga vegu. Í kvöld þá lagaði ég mér grænmetis-lasagne í fyrsta sinn. Það lukkaðist vel að mínu mati og gat ég smjattað út í eitt. 
Einfalt, fljótlegt, hollt, gómsætt og ódýrt. Erum við ekki annars öll að leitast eftir því?
 1 Lítill brokkólhaus
1 Kúrbítur
1 Rauðlaukur
1 Sellerístöng
4 Litlar gulrætur
1 Lítil sæt kartafla
1 Rauð paprika
10 Kirsuberjatómatar
4-5 Sveppir
Handfylli af ferskri basilikku
Handfylli af ferskri steinselju
1 Dós saxaðir  tómatar
1/4 Krukka af mildri salsa sósu
5-6 msk. Kotasæla
Allt grænmetið steikt á pönnu í smá stund, bæti síðan saman við á pönnuna söxuðum tómötum og salsasósunni. Setti eitt glas af vatni saman við, pipar og salt er líka nauðsyn. 
Lét þetta malla við vægan hita í um það bil fimm mínútur. 
Svo er þessu raðað upp í form - grænmeti - græn lasagneblöð- grænmeti- græn lasagneblöð - grænmeti - nokkrar msk. af kotasælu og fersku kryddjurtirnar- hvít lasagneblöð - grænmeti - nokkrir fetaostbitar ofan á.
40-45 mín við 180°C. 
 
 
GOD HOW EMBARASSING
ReplyDeletedjók
mig langar í svona, gemmér.
Þú ert skvís.
yummmm þetta er svo girnilegt! þyrfti eigilega að ráða þig til þess að kenna mér að elda:)
ReplyDelete