Í gær var ég með heilan kjúkling í matinn og átti afgang af honum í dag. Mér finnst fátt leiðinlegra en að henda mat, þannig ég er að venja mig á það að nýta afgangana betur. 
Þannig ég ákvað að búa til eitthvað gott og fljótlegt.
Mangókarrý kjúklingasamloka
Ég skar endana af fjórum brauðsneiðum, nuddaði dálítið af ólífuólíu á 
brauðið og lét smá salt og pipar á það. Hitaði smá olíu á pönnu við 
vægan hita og steikti brauðið þar til það var orðið fremur stökkt. Tók 
það af pönnunni og lét til hliðar.
Skar niður kjúkling, kjötið sem ég 
skar niður samsvaraði 1 kjúklingabringu myndi ég halda . Ég notaði sömu 
pönnu og ég steikti brauðið á, bætti smá olíu á pönnuna og steikti 
kjúklinginn smávegis. Bætti 1 1/2 msk af mango chutney og 1/2 tsk af 
karrý á kjúklinginn. Blandaði þessu vel saman á pönnunni og þá er 
kjúklingurinn klár.
Lét brauðið í eldfast mót, setti kjúkling á brauðið, reif niður ost og lét á kjúklinginn. Inn í ofn í 3 - 4 mín við 180°C, eða þar til osturinn hefur alveg bráðnað.
Lét brauðið í eldfast mót, setti kjúkling á brauðið, reif niður ost og lét á kjúklinginn. Inn í ofn í 3 - 4 mín við 180°C, eða þar til osturinn hefur alveg bráðnað.
Notið það grænmeti sem ykkur þykir 
best. Ég notaði ruccola, tómata og rauðlauk. 
Grænmetisfranskar fylgdu auðvitað með, paprika og agúrka. 
Ég mæli með að þið setjið dass af kotasælu á samlokuna, það gerir hana einstaklega góða. 
Nú sit ég hér pakksödd en agalega sæl með góða máltíð. 
Ég vona að þið njótið vel. 
 xxx
Eva Laufey Kjaran 
 
 
Mjög girnilegt ætla að prófa þetta einhvern tíman :-)
ReplyDeleteVerð bara að hrósa þér fyrir heimasíðu og fallegar og skemmtilegar uppskriftir. Þú lætur þetta allt líta út svo girnilega sem það er væntanlega. Gangi þér vel og ég hlakka til að sjá fleiri uppskriftir.
ReplyDeleteTakk kærlega fyrir það :)
DeleteGætir þú sagt mér hvernig skál þetta er, þessi hvíta kringlótta? Svo og hvort þú mælir með einhverri matvinnsluvél?
ReplyDeleteTakk fyrir fallegt blogg.