Ég átti dásamlegan dag með frábærum vinum mínum. Við stofnuðum klúbb fyrir nokkrum árum, Bíóklúbbinn Bríet. Við höfum það fyrir reglu að hittast fyrir jólin, borða saman og skipast á gjöfum. Það er krúttlegt og ótrúlega skemmtilegt.Mig langaði til þess að deila með ykkur nokkrum myndum frá því í dag, sannkallaður jóladagur í Reykjavík. 
Aglan mín sæt og fín. 
Skál í boðinu, klúbburinn eignaðist tvö börn á árinu og því ber að fagna. 
Lúxusplatti á Restaurant Reykjavík. Mjög huggulegur veitingastaður og frábær matur. 
Stefán Jóhann er sjarmatröllið í okkar vinahóp. 
Ég og Fríða mín fengum okkur jólaglögg og vorum kampakátar með það. 
Fríða, Eva og Stefán. Fallegu fallegu vinir mínir. 
Brugðið á leik í jólalandi á Ingólfstorgi. 
Þegar að við löbbuðum niður Laugaveginn þá fundum við dásamlega lykt streyma á móti okkur, lyktin var af ristuðum möndlum. Einstaklega huggulegt!
Yndislegur dagur með frábærum vinum. 
xxx
Eva Laufey Kjaran
 
 
No comments:
Post a Comment