Grillblað Gestgjafans kom í búðir á dögunum og í blaðinu er m.a. að finna mexíkóska grillveislu eftir mig. Það er ár frá því að ég fékk að spreyta mig í fyrsta sinn hjá Gestgjafanum og ég hef gert nokkra þætti síðan þá fyrir blaðið en ég verð að segja að þessi þáttur er í miklu eftirlæti. Ég var búin að vera með þessa hugmynd lengi í maganum því þetta er akkúrat grillveisla að mínu skapi og ég hlakka til að bjóða fjölskyldu og vinum í grillveislur í sumar. 
.
Hressandi margaríta, nachos fjall, risarækjur á grillspjóti og meira til í mexíkósku grillveislunni. Uppskriftirnar eiga það sameiginlegt að vera fremur einfaldar, fljótlegar og gómsætar. 
Ég mæli svo sannarlega með að þú nælir þér í eintak, blaðið er yfirfullt af gómsætum uppskriftum. 
xxx
Eva Laufey Kjaran




 
 
No comments:
Post a Comment