Monday, April 14, 2014

LEVEL


Ég keypti mér svo fallegt fléttað hárband hjá vinkonu minni sem rekur verslunina LEVEL. Elísabet Maren er voðalega hæfileikarík og hönnunin hennar mjög falleg.

 Fléttuð hárbönd eru mjög vinsæl um þessar mundir og það er hægt að fá böndin í allskyns litum. Ég á pottþétt eftir að kaupa mér fleiri því það er svo einfalt að vera með hárið fínt ef maður er með svona fínt hárband. Ég væri til í blátt eða grænt, já svei mér þá. Ég þarf að gera mér aðra ferð til hennar Lísu fljótlega. Þið finnið LEVEL hér á facebook.

Í gær fór ég í fermingu, þá var auðvitað tilefni til þess að fara í kjól og nota fína hárbandið. Það er líka agalega gaman að punta sig þegar maður er ófrískur. Nú er ég komin á 30 viku sem þýðir að það er ekki langt eftir. Ég er orðin ferlega spennt. 

Ég vona að ykkar vika fari vel af stað og ég mæli með að þið skoðið úrvalið hjá henni Lísu í LEVEL. 

xxx

Eva Laufey K. Hermannsdóttir

3 comments:

  1. Fallegt hárband og fallegur kjóll. Hvar fékstu hann?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þessi kjóll er keyptur í Micheal Kors í Bandaríkjunum. :)

      Delete
  2. Þú geislar! ÉG hlakka til að verða preggers one day og njóta mín :D

    ReplyDelete