Oreo mjólkurhristingur
- 1/2 L eða 4 dl vanilluís
- 2 dl nýmjólk
- Oreo kexkökur, magn eftir smekk
- rjómi
Aðferð:
- Setjið allt í blandarann og maukið þar til ísblandan verður silkimjúk. Þið stjórnið þykktinni að sjálfsögðu með mjólkinni.
- Þeytið rjóma eða það sem betra er notið rjómasprautu og sprautið smá rjóma yfir í lokin.
Njótið vel. 
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 
Öll hráefni sem eru notuð í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

 
 
No comments:
Post a Comment