Morgungrauturinn var af betri gerðinni í morgun en við Ingibjörg Rósa vorum heima í dag og þess vegna var hægt að nostra við morgunmatinn. Ég elska þennan graut en ég stappa alltaf 1/2 banana saman við hafragrautinn og strái síðan hörfræjum og bláberjum yfir. 
Ég fékk guðdómlega súkkulaðisendingu í dag og ég kemst ekki yfir það hvað þetta er gott, mæli sérstaklega með saltkaramellu-og lakkrískúlunum en þær eru algjörlega ómótstæðilegar. 
Mánudagsfiskinum var skipt út fyrir þetta ljómandi fína tómat- og mozzarella salat sem ég elska. Uppskriftin kemur inn á morgun, sáraeinföld og góð! 
Þessi fallegi ananas nýtur sín vel í eldhúsinu mínu en besta vinkona mín hún Agla sem býr í Danmörku gaf mér hann í innflutningsgjöf og hann minnir mig á hana. Allt sem minnir á hana gleður, sakna hennar semsagt óbærilega oft á tíðum. 
Ingibjörg Rósa hjálpaði mömmu sinni í garðinum fyrir kvöldmat, hún fékk ælupest um helgina er öll að koma til og við höfðum gott af því að fara aðeins út í góða veðrið. 
Mánudagur geta auðvitað verið gráir og erfitt að rífa sig í gang eftir ljúfa helgi en þá er einfaldlega gott ráð að líta aðeins í kringum sig og minna sig á hvað gleður. Í mínu tilfelli var það gæðastun með dóttur minni í dag, góður morgunmatur, gott súkkulaði, vinkonu áminning og tiltekt í garðinum. 
Vonandi eigið þið góða viku framundan. 
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir





 
 
No comments:
Post a Comment