Yndislegt veður á Skaganum í dag, ótrúlega gott að vakna og finna að það  er enn smá eftir af sumrinu.
 Ég komst ekki í maraþonið í Reykjavík í  dag líkt og ég var búin að ákveða en ég dreif mig þó í ræktina í morgun  og hljóp dálítið. Fór síðan beinustu leið í bakaríið, skundaði síðan með bakkelsið til ömmu og afa í  laugardagsmorgunkaffi. Maren og litlu strákarnir voru líka og það var  ansi góð byrjun á deginum. 
Ég er að fara til Minneapolis núna eftir smá  stund og kem aftur heim snemma á mánudaginn. 
Þangað hef ég aldrei komið svo það verður gaman að koma þangað. 
Góða helgi og góða skemmtun í kvöld þið sem eruð að fara á menningarnótt. 
xxx
 
 
No comments:
Post a Comment