Litla fallega frænka mín fékk nafnið Viktoría í júlí og að sjálfsögðu fékk hún bleika köku 
Kökur og ís í afmæliveislu Ingibjargar 
Kleinuhringir með bleiku vanillukremi, namminamm!
Vinkonur að spássera með börnin í blíðunni 
Við höfum eytt mörgum dögum á Akranesi í sumar, þar líður okkur einstaklega vel. Hér erum við mæðgur í Skarfavör sem er virkilega fallegur staður. 
Langisandur upp á sitt besta.
Þetta er búið að vera át- og hlaupasumarið miklar. Fer það ekki bara vel saman? Hér erum við Svavar sveitt og sæl eftir 10 km í Adidas hlaupinu sem var mjög skemmtilegt. 
Alltaf tími fyrir einn kokteil! Þetta er sumar í glasi. 
Við Fjöruborðið er dásamlegur veitingastaður.. humarinn er superb. 
Fína fólkið mitt. 
Agla vinkona er að flytja með sitt fólk til DK í dag en hún er að fara í meistaranám. Mikið á ég eftir að sakna hennar, við kvöddum hana á Snaps um daginn. 
Það er ástæða fyrir öllu þessu áti í sumar...hmm sko ég hef verið að prófa uppskriftir fyrir nýju seríuna af Matargleði Evu sem er á dagskrá á Stöð 2 í lok ágúst. 
Svamlað með túristum í Seljavallalaug um versló. 
Instagram er án efa mitt eftirlætis app í símanum, ég tek nóg af myndum og deili þeim vilt og galið. Mér finnst sjálfri svo gaman að skoða þær aftur og aftur, minningar. 
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 
 
 
No comments:
Post a Comment