Á haustdögum er fátt betra en matarmikil og góð súpa, að mínu mati er Íslenska kjötsúpan sú allra besta. Það er fátt notalegra en að útbúa gómsæta súpu og leyfa henni að malla í rólegheitum, ilmurinn sem fer um heimilið er dásamlegur. Það góða við þessa súpu er að hún er enn betri daginn eftir. Ég fæ ekki nóg af þessari súpu og það skemmir ekki fyrir að hún er bráðholl.
Prófið gjarnan þessa uppskrift og ég er handviss um að þið eigið eftir að njóta vel.
Uppskriftin er úr bókinni minni Matargleði Evu. |
Íslenska kjötsúpan
- 700 – 800 g lambasúpukjöt
- 3 l vatn
- 4 grænmetisteningar
- 200 g gulrætur, flysjaðar og skornar í litla bita
- 2 meðalstórar rófur, flysjaðar og skornar í litla bita
- ½ spergilhálshöfuð, skorið í litla bita
- ½ hvítkálshöfuð, skorið í litla bita
- 5 msk súpujurtir
- Örlítið af hafra—eða hrísgrjónum, um msk
- Salt og pipar, magn eftir smekk
- Smátt söxuð fersk steinselja
Aðferð:
Setjið
kjötið í pott og hellið köldu vatni yfir. Hitið rólega að suðu og
fleytið froðu ofan af. Endurtakið nokkrum sinnum til að losna við
sem mest af froðunni. Skerið grænmetið í litla bita og bætið
út
í, kryddið til með salti og pipar. Leyfið súpunni að malla undir loki
í 30 mínútur. Bætið grænmetisteningum, súpujurtum og hafra-
eða hrísgrjónum saman við og leyfið súpunni að malla í 30
mínútur
til viðbótar. Það er mjög mikilvægt að smakka súpuna á þessum
tímapunkti. Sjóðið kartöflur í sér potti og berið fram með
súpunni. Saxið ferska steinselju og sáldrið yfir súpuna áður