Friday, July 18, 2014

Dóttir okkar


Þann 6.júlí fæddist Ingibjörg Rósa Haraldsdóttir. Ég og Haddi erum ástfangin upp fyrir haus af litlu stúlkunni okkar. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað þetta er dásamlegt og tilfinningin að fá barnið sitt í hendurnar er ólýsanleg. Við erum bara að kynnast hvort öðru í rólegheitum heima við og njótum þess að vera saman fjölskyldan. 

Þetta er það sem lífið snýst um. 

xxx

Eva Laufey K. Hermannsdóttir