Saturday, January 29, 2011

Að slá um sig...

.. Lúxusvarningur.

Ég reyni að vera sparsöm, eða þið vitið. Ég kaupi mér ekki allt sem að mig langar í - en vitaskuld leyfi ég mér stundum pínu lúxus..
Það sem ég kalla lúxus er það sem ég kaupi mjög sjaldan og held mest upp á.
Góð sjampó, baðsölt, fínar handsápur, góð krem, skrúbb osfv.
Lúxus: Fara í heitt bubblubað með söltum og olíum. (Auðvitað með andlitsmaska) og sherríglas. (djók) Hljómar bara vel.
Eftir bað: Trilljón krem, góð lykt af hári og silkimjúkt eftir lúxusshampóin.
Rúsínan í pylsuendanum - fara í bestu náttfötin sín og upp í rúm, (í nýjum rúmfötum, sem hafa fengið að hanga úti og eru með svona góða hreina lykt)
Svo skemmir það ekki að hafa verið búin að kveikja upp í nokkrum vanillu kertum svo herbergið ilmi vel.

Þar hafið þið það!

Góða helgi! Ég er farin að horfa á uppáhaldið mitt, Eurovision!


Wednesday, January 26, 2011

Bentu á þann sem að þér þykir bestur...

Kjólarnir sem mér fannst fallegastir á Golden Globes. :)Olivia Wilde


Catherine Zeta-Jones


Anna Hathaway


Claire Danes


Emma Stone

Monday, January 24, 2011

Ein vandræðileg þrá eftir annars ágætum þætti
Ég er spennt fyrir því að pásan hjá Gossip Girl sé senn á enda - langþráður þáttur á morgun.

Saturday, January 8, 2011

Heimilispælingar.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Ég finn það á mér að þetta verði bloggárið mikla...

Ég var á ansi miklu búðarrápi yfir hátíðarnar eins og flest ykkar býst ég við, á þessum tíma eru allir svo ligeglad og nenna með manni í búðir alla daga. Mikið gaman , mikið stuð.

En í miðju búðarrápinu þegar að ég átti að vera að klára síðustu pakkana - þá fór ég í ímyndunarleik við sjálfan mig.

"Þegar að ég verðstór þá ætla ég að safna þessu stelli.. og á mínu heimili ætla ég að hafa svona borð og stóla".

Svo var það í einni búð að mamma var að sýna mér hennar stell, vegna þess að mínu mati er það fallegasta stellið af þeim öllum. Hún benti mér á að hún hefði byrjað að safna á mínum aldri, nema hún byrjaði náttúrlega að búa og stofna fjölskyldu þegar að hún var 18 ára þannig að ég er nærri því komin fjórum árum yfir þann aldur sem mamma byrjaði að safna hlutum. Og þá sá ég mér gott til glóðarinnar.. Ég get byrjað að safna núna! T.d. í ár splæsi ég í fjóra matardiska. Og á næsta ári í fjóra kaffibolla og undirskálar... og svo næsta...

Þannig fyrr en varir þá verð ég komin með minn eigin glerskáp af sparistelli og þá get ég sagt, "hjúkket að ég byrjaði að safna svona snemma". Þetta er pæling.

Þetta árið ætla ég eyða minni pening í óþarfa og meiri í þarfa (hmm, kannski er þetta orð ekki til) t.d. að byrja að safna sparistelli, glösum (er að vísu byrjuð að því) mig langar í fallega hluti inn á heimilið.

Mér finnst ekki annað við hæfi heldur en að ramsa nokkra ansi fína hluti upp fyrir ykkur sem mig langar að eignast árið 2011.... afþví ég á náttúrlega afmæli, fæ sumargjöf frá sjálfri mér og svo koma jólin aftur. Þannig það er allt að gerast.Bourgie Lampi - KartellRivéra Maison lampi

Ég ætla að bæta nokkrum Iittala kertastjökum við þá sem ég á. Ansi fallegir

Fyrir tveimur árum byrjaði ég að safna Iittala glösum, ég held að ég haldi því áfram.Þessi glös eru íslensk hönnun úr Epal. Mér finnst þau ansi skemmtilegKökudiskur úr Rivéria Maison.


....ooog Tivoli útvarp.

Ég ætla í það minnst að reyna að eignast eitthvað fínt inn á heimilið og byrja að safna stelli. :-)Bless í bili - ég vona að þið hafið haft það gott yfir hátíðarnar!