Wednesday, February 3, 2010

Little Britain =)


Í tilefni þess að ég er hérna í útlandinu þá ætla ég að blogga örlítið á meðan....Ég er semsé í málanámi og að vinna í Englandi, verð hérna næstu fjóra mánuðina.

Við Kristín komum til Lundúna s.l. sunnudag tókum síðan lestina til Bournemouth.. sváfum ansi vært allt ferðalagið og vorum endurnærðar þegar við loks komum heim til fjölskyldunnar sem við búum hjá þessa vikuna á meðan að við erum í Bournemouth. Fjölskyldan er ansi ljúf, þau eru tvö hjónin, eiga tvö börn og tvo hunda. Svo eru sjö aðrir einstaklingar frá ýmsum löndum sem búa hér á okkar aldri. Svo þetta er ansi fjörugt heimili. :o)

Við byrjuðum í skólanum á mánudaginn, við erum í fámennum bekk. Erum sjö talsins en það er eiginlega bara betra, erum svona hægt og rólega að kynnast. Kennarnir eru heldur friský og fyndnir.

Svo höfum við bara verið að skoða okkur um hérna í Bournemouth, ótrúlega sætur bær og sennilega mjög næs að vera hérna á sumrin. Veðrið hefur þó verið mjög gott, var sól á mánudaginn, rigning í gær og mjög fínt í dag. Ágætlega hlýtt og notalegt.=)


Ég og Kristín erum ógurlegir snillar þegar að kemur að því að brúka bússinn hérna.. Í gær tókum við vitlausan strætó í skólann og komum þar að leiðandi hálftíma of seint í skólann... og í dag tókum við aldeilis aftur vitlausan búss og rúntuðum um í tæpar tvær klukkustundir. En fengum þó smá "tour" um bæinn... klapp fyrir okkur.

Um helgina þá höldum við til Oxford.. við byrjum báðar að vinna í næstu viku. Ég á kaffihúsi og Kristín á hóteli. Ég hlakka mikið til þess að flytja inn í herbergið mitt - hlakka reyndar líka til þess að sjá í hvernig húsi ég kem til með að búa í. Ég og Kristín búum samt saman - við leigjum sitthvort herbergið. En það verður fínt að koma öllu í röð og reglu. :o)

Í dag náði ég þó að setja persónulegt met í möffins-áti takk fyrir pent. Get ómögulega staðist bluberrymuffins. Vandræðalegt nokk.

En núna á eftir er pub-kvöld með skólanum svo það er vísast til að fara að sjæna sig smávegis. Ég kem til með að henda einni og einni færslu hingað inn við tækifærið.

Þangað til - heeeejdå!