Sunday, February 6, 2011

Sunnudagur til sælu.

Ég elska á helgum að dúllerast í morgunsárið og borða eitthvað gott. Þá þarf maður ekki að vera að drífa sig eins og á virkum dögum. (ok, kannski þyrfti ég ekki alltaf að drífa mig svona mikið á virkum dögum ef ég myndi ekki snúsa)
Ég er mjög hrifin af eggjahrærum. Ég á eina uppáhalds sem ég lagaði mér í morgun...

Ok. Ég viðurkenni það að þetta lítur ekkert stórkostlega út, en þetta smakkast guðdómlega.
Smá olía á pönnu
Steiki síðan 3x sveppi, 6x kirsjuberjatómata 1/2 sellerí stilk, svolítið vel af spínati, svo bæti ég við 2x eggjahvítum. :)
Svo pínu salat undir, eggjahræran yfir og pínu fetaost :)
Helgarmorgunmatur er ansi ljúfur á þessu heimili.

Thursday, February 3, 2011

Ég elska..

..Að fá falleg blóm frá fallegum strák

Wednesday, February 2, 2011

Morgunmatur.

Ég hef alla tíð verið ansi löt við það að borða morgunmat. Ég er bara aldrei svöng þegar að ég vakna - gríp kannski drykkjarjógúrt eða banana og borða í fyrstu pásunni í skólanum.
En þetta er árið sem ég ætla að alltaf að borða morgunmat. Og árið hefur byrjað vel. Enda líka bara mánuður búinn, en það er annað mál.
Mér finnst best að fá mér hafragraut á virkum dögum og ristað brauð um helgar. (ekki spurja mig afhverju að ég hef komið upp því systemi.)
Svo gerir það manni bara gott að fá sér morgunmat - maður vaknar almennilega og ég finn allavegana á mér að ég verð mun orkumeiri.
Uppáhalds hafragrauturinn um þessar mundir er með bláberjum og 1/2 tsk af kanil. Mmm.. og svo pínku mjólk. Hver er ykkar uppáhalds? Endilega lumið að mér góðum hugmyndum. :)
Morgunrútínan: Hafragrautur, trópítríó og svart kaffi. Mmmm. Á meðan vafra ég yfir heimasíðurnar sem ég skoða daglega.
oooog líka http://www.gossip.is/ :) það má!Hafragrautur með bláberjum og kanil. Þetta lostæti fékk ég mér í morgun við fyrsta hanagal.