Tuesday, July 31, 2012

Ítalskt brauð


Ítalskt brauð 

Þetta brauð er ósköp einfalt. Uppskriftin hennar mömmu, hún bakaði  oft svona brauð handa okkur þegar við vorum yngri og jú hún bakar enn fyrir okkur þetta góða brauð, ekki eins oft þó. Ég sakna þess að koma heim eftir skóla í nýbakað bakkelsi, ójæja good old times!

En þetta brauð er aldrei eins, það er það skemmtilega við þessa uppskrift. Það er hægt að bæta við öllu því sem að manni dettur í hug. Að þessu sinni fór ég í Hagkaup og valdi mér dýrindis antipasti, það er fátt girnilegra en antipasti borðið í Hagkaup. 

Þessi uppskrift gerir tvö brauð, miðlungs stór. 

Afhverju Ítalskt brauð? Jú brauðið varð nú að fá eitthvað nafn. 

500 g hveiti 
1 bréf þurrger
100 g smjör
2 dl mjólk
1,5 dl vatn
1,5 msk Herbs de Provence (kryddblanda frá pottagöldrum, hægt er að nota hvaða krydd sem er)
Ólífur
Sólþurrkaðir tómatar
Hvítlaukur 
50 g geitaosturLátið þurrefnin saman í skál. Ég lét þurrefnin í hrærivél, en það er vel hægt að nota bara hendurnar. 


Byrjið á því að bræða smjörið, bætið síðan mjólkinni saman við smjörið. Smjörið má alls ekki vera mjög heitt þegar því er bætt við hveitiblönduna. Vatninu er síðan blandað mjög fljótlega saman við. Vinnið deigið rólega saman í tvær mínútur, vinnið svo deigið á miðjuhraða í sex - sjö mínútur. 
Að þessu sinni notaði ég ólífur, sólþurrkaða tómata, hvítlauk og geitaost. Skerið það í litla bita og bætið því við deigið. 
Virkilega girnilegt!
Sláið deiginu upp í kúlu, gott er að láta deigið í skál með smá hveiti í, leggið klút yfir og látið standa í heitu vatni í 30 - 40 mín. 


Ég lét smá rifinn ost yfir brauðin áður en þau fóru inn í ofn. 
Sáldrið einnig smá hveiti og smá ólífuolíu yfir brauðin, setjið inn í 200°C heitan ofninn og bakið í 20 - 25 mínútur. 


Virkilega einfalt og ljúffengt brauð. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Sunday, July 29, 2012

Sumarið yndislega

Sumarið er ansi yndislegur tími, verst hvað það líður alltof hratt. 
 Haddi kom með mér í stopp til New York í júlí og ég er búin að fara í tvö brúðkaup í júlí.
 Mig langaði til þess að deila með ykkur fáeinum sumarmyndum sem ég átti í símanum. 

 Hádegisdeit í Soho, ansi fínt.

 Í Rockefeller center


 Una Lovísa vinkona var dásamlega falleg brúður

 Ljúffengir ostar og vín á Hótel Rangá


Sumarið er tíminn, það er bara þannig.

xxx

Eva Laufey Kjaran

Wednesday, July 25, 2012

Jómfrúin


Ég elska að hafa mömmu á landinu, við förum reglulega saman í hádegismat á Jómfrúnni í Reykjavík, Uppáhalds staðurinn minn til þess að fara á í hádeginu. Dásamleg smörrebröð og góður matur. Dönsk og hugguleg stemmning. 

Ég fæ mér nánast alltaf það sama, sama hvað ég reyni að prufa nýjar brauðtegundir þá finnst mér alltaf þessar tvær bestar. Með camenbert og beikoni og hin með lambasteik. Delishiös!

Virkilega huggulegt hádegi með mömmunni minnixxx

Eva Laufey Kjaran

Tuesday, July 24, 2012

Súkkulaðibitakökur með hvítu og dökku súkkulaði.


Súkkulaðibitakökur

Stundum þá fæ ég mikla kökuþörf, einsog gengur og gerist á bestu bæjum. Þá er virkilega gott að henda í eina létta súkkulaðibitaköku uppskrift. Ég prufaði nýja tegund af kökum sem að mínu mati eru virkilega góðar. Nýbökuð súkkulaðibitakaka og ískalt mjólkurglas, það er sko sannarlega einföld hamingja. Það er líka sérlega gott ef maður er í miklu stuði að tvöfalda eða þrefalda uppskriftina, pakka deiginu sem þið ætlið ekki að nota í plastfilmu og láta inn í frysti. Þá er svo ansi fínt að grípa til ef kökuþörfin kallar skyndilega eða þið fáið góða gesti í heimsókn. 

Ég mæli með því að þið prufið þessa uppskrift. Þið getið líka bætt hnetum við eða því sem ykkur dettur í hug.

Súkkulaðibitakökur

u.þ.b. 14 - 16 fremur stórar kökur


220 g hveiti
200 g smjör
2 egg
100 g haframjöl 
150 g sykur
100 g púðursykur
150 g dökkt súkkulaði
100 g hvítt súkkulaði
2 tsk vanilla extract (eða vanilludropar)
1 tsk matarsódi

Aðferð:

Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætið næst eggjum saman við, einu og einu í senn. Blandið því næst öllu saman við eggjablönduna með sleif, hrærið vel í blöndunni en varlega. Kökudeigið á að vera svolítið gróft, það gerir haframjölið. Endilega smakkið ykkur til með deigið, það þykir mér best. 

Mótið kökurnar með msk ef þið viljið hafa þær fremur stórar. Hitið ofninn í 180°C og bakið kökurnar í 12 - 15 mínútur. 

Skreytið kökurnar ef til vill með smá bræddu súkkulaði. Fallegar og fínar kökur. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Monday, July 23, 2012

Makrónur

Keypti mér nokkrar dásamlegar makrónur í New York og tók með mér heim. 
Fátt betra en gott kaffi og nokkrar makrónur. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Wednesday, July 18, 2012

Hollt túnfisksalat

 Hollt og gott túnfisksalat

Þetta salat er verulega einfalt að búa til, ég er ótrúlega mikið fyrir salöt ofan á hrökkbrauð eða brauð. En það gerir víst lítið fyrir línurnar að borða eintóm mæjónes salöt svo það er gott að breyta til frá hinu týpíska túnfisksalati í hollari salat. Að mínu mati er hollari kosturinn betri og bragðmeiri. 
Hér kemur einföld uppskrift, ef uppskrift má kalla, ég dassaði mig til og notaði það sem ég átti inn í ísskáp. Þannig aðal galdurinn er að smakka sig áfram. En í þetta salat hjá mér fór eftirfarandi;

Avókadó
Íslenskt salat
Túnfiskur í vatni
Paprika
Chilli 
Rauðlaukur
Agúrka
Salt og hvítlaukssalt
Nokkrir dropar af sítrónusafa

Ég skar grænmetið mjög smátt, blandaði túnfisknum saman við, kreisti smá sítrónusafa yfir og kryddaði til. Var svo heppin að eiga silkimjúkt avókadó og blandaði því saman við salatið, notaði hendurnar til þess að blanda þessu vel saman, avókadóið gerði þetta ansi djúsí og gott

Gott er að setja smá kotasælu með. 

Verulega gott.

Mæli með að þið prufið

xxx

Eva Laufey Kjaran