Um mig

Ég heiti Eva Laufey og er 25 ára Akurnesingur. Fyrir nokkrum árum ákvað ég að stofna bloggsíðu, markmiðið var aldrei að skrifa sérstaklega um matargerð heldur einfaldlega um lífið og tilveruna. En þar sem matur er lykilþáttur í lífi mínu fóru áhrif hans fljótlega að segja til sín og ég fór að birta myndir af matnum sem ég eldaði, það féll í kramið og bloggsíðan hefur vaxið framar mínum björtustu vonum. Bloggið hefur veitt mér mörg tækifæri sem ég er ótrúlega þakklát fyrir.

Ég hef starfað sem lausapenni fyrir tímaritið Gestgjafann, árið 2013 gaf ég út matreiðslubókina mína Matargleði Evu og sama ár fóru matreiðsluþættirnir mínir Í eldhúsinu hennar Evu í loftið. Í dag starfa ég við þáttagerð á Stöð 2 og þriðja serían er í loftinu núna, Matargleði Evu. Þættirnir eru sýndir á fimmtudagskvöldum klukkan 20:10.

Flestar uppskriftirnar á blogginu eiga það sameiginlegt að vera einfaldar, fljótlegar og fjölskylduvænar. Ég legg ríka áherslu á góða hversdagsrétti sem allir ættu að geta leikið eftir, fyrst ég get það þá geta allir það. 

Ég vona að bloggið veiti ykkur innblástur í eldhúsinu kæru lesendur.

 Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir.


Ef þið hafið spurningar eða ábendingar, ekki hika við að hafa samband. 
 

evalaufey@stod2.is


7 comments:

 1. Ég fylgist vel með þér og finnst bloggið þitt æðislegt Eva :) gangi þér vel með bókaskrifin.

  kveðja. Guðrún Halldóra gunnaantons@gmail.com

  ReplyDelete
 2. Sæl Eva Laufey,

  Ég er að reyna að finna tölvupóst hjá þér vegna verkefnis á vegum Íslandsstofu.
  Endilega sendu mér póst á ragnheidur@islandsstofa.is

  Bestu kveðjur
  Ragnheiður Sylvía

  ReplyDelete
 3. Uppskriftirnar þínar eru undantekningarlaust mjög góðar að mínu mati.
  Kv Guðjón Ólafur.

  ReplyDelete
 4. þú ert alveg ótrúlega flott og klár kona allt sem ég hef smakkað frá þér er æði. Takk fyrir mig

  ReplyDelete
 5. þú ert alveg ótrúlega flott og klár kona allt sem ég hef smakkað frá þér er æði. Takk fyrir mig

  ReplyDelete