Tuesday, August 30, 2011

Berjaskyrkaka með hvítu súkkulaði

Í kvöld var kökuklúbbur svo ég setti í eina skyrköku.


 
Uppskrift

1 og hálfur pakki af dökku LU kexi.
ca. 200 gr. smjör

Kexið er vel mulið og smjörið er brætt og síðan bætt saman við. Tekur smá stund að mylja kexið, en það tekst að lokum :) 
Ég byrjaði á því að þrýsta þessu vel í formið og setti í frysti um það bil 30 mín.

1/2 líter rjómi
1 stór dós af vanillu skyri og ein lítil. (Kea-skyr vanillu) 
1x vanillustöng
1 tsk. vanilludropar
Rjóminn er þeyttur sér og ég þeyti skyrið örlítið sér., ég setti korn úr einni vanillustöng saman við skyrið og pínu vanilludropa. (ég vil hafa mína köku vel vanilluaða) 
Síðan er rjómanum og skyrinu blandað varlega saman. 

Þegar að kex-formið er komið úr frysti þá lætur maður blönduna varlega ofan í formið og inn í ísskáp í 3-4 klst.

Berjablandan. Hún er nú ansi einföld. Helst hefði ég viljað fersk ber en ég þræddi búðir bæjarins og þau voru ekki að finna nema bláberin. 

En ég notaði einn poka af berjablöndu, frosin ber. 

Hitaði pott með pínu smjeri bara rétt til þess að gylla berin og þar næst bætti ég einni vanillustöng saman við og var þá búin að skafa fræin og bæta þeim saman við sömuleiðis. Svo bætti ég við 2 tsk af sykri. Smakkaði mig svo bara áfram þar til ég var orðin sátt og sæl með blönduna. 

Blandan sett ofan á skyrkökuna og fersk bláber í lokin. Svo hitaði ég hvítt súkkulaði og hellti smá yfir. Setti nokkrar línur af hvítu súkkulaði á bökunarpappír inn í ísskáp í nokkrar mín sem ég notaði síðan sem fallegt skraut. Líka ansi bragðgott :) 

Mikil ósköp ætla ég að  vera lengi að skrifa eina uppskrift. Ég er mjög líklega að flækja málin. En kakan var góð og það er nú fyrir öllu.

Njótið!


Monday, August 29, 2011

Notaleg helgi að baki. Ég eyddi henni með góðu fólki m.a. annars frændfólki Hadda frá Englandi. Ég lét fylgja með nokkrar myndir af túristaleiðangri sem við fórum í á föstudaginn var. Ég og Erna Guðrún eyddum degi með Alice í borginni. Það var ósköp huggulegt. 

Var á tveimur næturflugum um helgina og á nú bara eitt flug eftir. Skólinn byrjaður, ég byrjuð í leikfimi hjá Dagrúnu og Zúmba hjá Helenu. Þannig kærkomin rútína fer að leggjast yfir mig. En eins og ég hef nú sagt áður þá er þetta sumar búið að vera ansi yndislegt og tíminn ekkert smá fljótur að líða.

Ég lít með björtum augum á haustið. Nýtt upphaf ef svo má segja, er að byrja í viðskiptafræði í HÍ. 

Nú ætla ég að bomba mér í dansklæðin og skunda í Zúmba. 
xxx

Thursday, August 25, 2011

Chocolate Chip Cookies

250 gr. Hveiti
1 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Salt
220 gr. Smjör
170 gr. Sykur
170 gr. Púðursykur
2 Stór egg
200 gr. Dökkt súkkulaði
50 gr. Valhnetur
2 tsk. Vanilludropar

 Blandið saman eggjum, púðursykrinum og sykrinum. Bætið síðan við vanilludropum. Ath. að blanda einu og einu eggi saman við í einu. Látið eitt egg blandast í hér um bil tvær mínútur þar til því næsta er bætt við.


Valhnetur og súkkulaðidropar. Blandið saman hveitinu, lyftiduftinu og saltinu. 
Blandið því rólega saman við hina blönduna og hrærið á góðum hraða í hér um bil fimm mínútur. 


Síðast en ekki síst bætið þið valhnetum og súkkulaðinu saman við, hrærið léttilega í smá stund og þá er þetta tilbúið.

Inn í ofn í um það bil 12 mín við 190°

Beauties. 


Langbest nýkomið úr ofninum og ísköld mjólk með. Ansi góðar súkkulaðibitakökur og einfaldar. Smá upplyfting í miðri viku :-)

Tuesday, August 23, 2011

Huggulegt kvöld. Kom seint heim í kvöld úr flugi og dreif mig í heitt bað, skellti á mig maska og var að pjattrófast. Lagaði mér gott kaffi og borðaði gott Anton berg súkkulaði sem ég keypti í flugstöðinni í Köben. Datt þar inn í sælkerabúð og kom heim með stútfullan poka af mat. Loved it... 

Ég er byrjuð á bókinni One day, hún lofar góðu. Nú ætla ég að njóta þess að skoða september-vogue og lesa nýju bókina áður en að skólabækurnar ná heimsyfirráðum. 

xxx


Minneapolis

Ég fór í mitt síðasta Ameríkustopp í sumar s.l. laugardag og mér þótti það ansi miður. 
Sumarið er búið að líða alltof fljótt. En það þýðir þó bara að það hefur verið gaman í sumar. Þá flýgur tíminn oftast nær. Nú eru örfá flug eftir hjá mér og svo hefst skólinn í næstu viku. Verður leitt að segja skilið við pæjudressið, magnað sumar. Þetta er ótrúlega skemmtileg vinna og ég er ansi þakklát fyrir það að hafa fengið þessa vinnu. Vonandi held ég áfram að ári liðnu. Nú taka þó við skemmtilegir tímar. Nýtt nám, fiðringur í maga og harkan sex. I'm ready for it... 

Ég tók ansi fáar myndir í Minneapolis - skemmtileg borg. Ég hafði það ansi huggulegt, kíkti í mall of America og það er ansi mögnuð "kringla". Komst yfir pínulítinn hluta en gat þó verslað nóg. Og meira en það.

XXXBarnahornið í Mall of America heillaði mig. 


xxx

Eva Laufey Kjaran

Saturday, August 20, 2011

Yndislegt veður á Skaganum í dag, ótrúlega gott að vakna og finna að það er enn smá eftir af sumrinu.

 Ég komst ekki í maraþonið í Reykjavík í dag líkt og ég var búin að ákveða en ég dreif mig þó í ræktina í morgun og hljóp dálítið. Fór síðan beinustu leið í bakaríið, skundaði síðan með bakkelsið til ömmu og afa í laugardagsmorgunkaffi. Maren og litlu strákarnir voru líka og það var ansi góð byrjun á deginum. 
Ég er að fara til Minneapolis núna eftir smá stund og kem aftur heim snemma á mánudaginn. 
Þangað hef ég aldrei komið svo það verður gaman að koma þangað. 

Góða helgi og góða skemmtun í kvöld þið sem eruð að fara á menningarnótt. 

xxx
Thursday, August 18, 2011

Tengdadætur og sushi

 ..Við kvöddum París með trega í morgun. Yndisleg borg og við höfðum það virkilega huggulegt. En það er líka best að koma heim, hvort sem að maður fer í burtu í fáeina daga eða nokkra mánuði þá er tilfinningin alltaf sú sama. Heima er best. 

Það var svo heljarinnar sushi-teiti í Haraldarhúsi í kvöld. Tengdadætur + sushi. Ansi huggulegt kvöld. Þetta var í fyrsta sinn sem að ég hef komið nálægt því að laga sushi og það tókst bara ansi vel hjá okkur. Í eftirrétt voru svo franskar makkarónur sem ég keypti í morgun rétt áður en að við flugum heim. Delish. :o) 

Það  kemur líkast til ekki á óvart að ég hendi fáeinum myndum með þessari færslu. Ég er ekkert sérlega öflugur penni og því fá myndirnar oftast nær að tala sínu máli og njóta sín. 

Vonandi hafið þið gaman af kæru lesendur 

xxx
Tuesday, August 16, 2011

Yndislegur dagur í VersaillesMögnuð höll.

Beautiful húsgögn 
Garðurinn er ólýsanlega fallegur.
Ég var lélegur kapteinn...

Sigldum aðeins um hallargarðinn. Haraldur Kapteinn. 


Stýrimaðurinn sá um tanið...

...og rósavínið. 

Ansi ljúfur dagur 

xxx

Eva Laufey Kjaran