Friday, April 29, 2011

Royalty

Ég er búin að vera að horfa á brúðkaupið mikla í morgun, mikil ósköp sem þetta eru mikil herlegheit. Og mikil ósköp er hún Kate fögur og í glæsilegum kjól.

Uppáhalds kjóllinn minn, konunglegi er kjóllinn sem Grace Kelly var í. Dásamlega rómó og fallegur, mér finnst kjóllinn hennar Kate minna dulítið á hann.
Tuesday, April 26, 2011

Páskahuggulegheit
So far... besta sushi sem ég hef smakkað á www.rub23.is Algjör snilld :)

Mér leiddist í flugvélinni frá AK og föndraði í hárinu á mér, útkoma : einhver flétta - fyrsta fléttan mín. Prád of it


Auðvitað var skellt sér í íþróttafötin og trimmað á AK ;)LuwlíFriday, April 22, 2011

Páskabrauð :)


Bananabrauð er í sérlegu uppáhaldi hjá mér og ég mér finnst fátt betra en nýbakað bananabrauð með smjeri og osti. :-) Í morgun bakaði ég mína version....


1x egg
ca. hálfur bolli(lítill) af agave sírópi, í rauninni er það bara smekksatriði, ég átti ansi lítið eftir þannig það fór ca. 1/4 bolli í þessa uppskrift, en mætti alveg vera meiri.
2x stappaðir bananar
250 gr. speltmjöl
1.dl Haframjöli
1.dl Graskersfræ
1.tsk salt
1/2 matarsóti

Aðferð
Þeytið eggið og bætið agave sírópi saman við. Þeytið þetta vel saman í hrærivel, síðan eru bananar stappaðir og þeim bætt út í eggjablönduna og þetta hrært vel saman.
Sigtið speltið, matarsóda og salt og hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif. Síðan bætið þið haframjölinu og graskersfræum saman við hægt og rólega.

Svo er þessu smellt í form - ágætt að smyrja formið vel áður. Og ég skreyti pínu með fræum :)

Ofn : 180°, Tími : 45 mín!´


Ansi ljúffengt og fljótlegt.

Tuesday, April 19, 2011

Útlandaþrá... eða vorþrá?

Heima er vissulega best.... en ég myndi ekkert hata það að vera út í Englandi í vorblíðunni. Sérlega í London - að drekka gott kaffi, borða góða múffu, fylgjast með ótrúlega fjölbreyttu mannlífi, kíkja í eina-tvær búðir eða svo... og njóta þess að vera til í góðu veðri.

Saturday, April 16, 2011

Rómantískur kökudiskur

Mér hefur langað í svona kökudisk á mörgum hæðum - en hef bara aldrei gert meira í því heldur en langað... En um daginn sá ég svo krúttlegan topp - eða svona bara fallegan disk. Ég hef séð margar skemmtilegar hugmyndir um hvernig maður bara býr til sinn eigin kökudisk.

Og hvað gera bændur þegar að gúrme múffur stíga á stokk á góðum laugardegi? Jú, þeir fara að setja saman krúttlega diska.. bolla á milli og úr því rættist ágætis kökudiskur.
Ég fann til þá diska sem mér fannst krúttlegir og setti saman - svo er hægt að leika sér að vild. Mér finnst þetta allavega krúttlegt á borði.


Nú má sykrast að vild - því það er laugardagur!
Friday, April 15, 2011

Kúrbíts-og gulrótarmúffur

Ég prufaði í dag að baka Kúrbíts-og gulrótarmuffins. Þær smökkuðust ansi vel og ég varð því að deila þeirri dásemd með ykkur.

Ég fann uppskrift af þeim - en breytti þeim örlítið (í áttina að hollustu)

2.dl Gulrætur, rifnar.
2. dl Kúrbítur, rifinn.
1.msk agave síróp
2. dl speltmjöl
2.tsk lyftiduft
1/2.dl ólífuolía
3-4.msk léttmjólk eða undarenna
2.eggjahvítur
Pínkupínku salt og pipar

Rífið gulrætur og kúrbít með rifjárni (ég á ekki svoleiðis þannig ég skar þetta bara agnarsmátt) Blandið agave sírópinu saman við og sigtið síðan speltið og lyftiduftið út í og hrærið með sleif. Bætið síðan olíunni, mjólkinni og eggjahvítum saman við (ég pískraði þær léttilega áður en ég blandaði þeim saman við).

Setjið í múffuform inn í ofn við 200° í 20 mín. (ég var með frekar lítil form og þetta voru 14 múffur)

Gott með osti og sultu t.d. í morgunsárið og sem léttur hádegisverður. T.d. 2 múffur og góð salatblanda. t.d. Ruccola + ólífuolía + fetaostur + kirsuberjatómatar.

xxx

Spergilskáls Pasta


Ég elska pasta... Mér finnst það alltaf gott. Sérlega í rjómalöguðum stíl! Jummí. En maður reynir að vera skynsamur í sambandi við rjómann, eins yndislegur og hann er.

Ég fæ mér ansi oft pasta.. mjög simpúlt og ekkert of óhollt. Vitaskuld er pasta ekkert hollt - en það er ekkert óhollt ef það sé borðað hóflega.


Pasta Brokkoooolííí (sagt með gervi ítölskum hreim)

Býsna góður hádegismatur og kvöldmatur

50 gr Heilhveiti eða spelt pasta

50-100 gr af brokkolí


1-2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
Þurrkaður Chili pipar
Rifinn Parmesan ostur
Ólívuolía
Salt og pipar
Brjótið brokkólíbúntin niður í minni búnt og skerið þykkustu stilkana frá blómunum. Hitið vatn í stórum potti, saltið og setjið brokkólíið út þegar suðan er komin upp. Sjóðið í um fimm mínútur. Brókkóliið á að vera mjúkt og nær fulleldað.
Takið brokkólíið upp úr vatninu . Sjóðið pastað í sama vatni og brokkólíið var soðið í.
Á meðan pastað sýður eru hvítlaukurinn og chili-flögurnar hitaðar í um 1/2 dl. af olívuolíu á stórri pönnu, passið upp á að laukurinn brúnist ekki. Bætið nú brókkólíinu út á pönnuna, veltið upp úr olíunni, saltið og eldið undir lokið á vægum hita í um fimmtán mínútur.
Bætið loks pastanu saman við, blandið smá ólívuolíu út á og berið fram með nýrifnum Parmesan.
Svo er ekkert betra en smá ruccola on the side og gott hvítlauksbrauð ef maður vill gera extra vel við sig...

Thursday, April 14, 2011

Hmmmm, hvernig kjól ætli kate velji sér fyrir stóra daginn. Ég bíð spennt:-)

Wednesday, April 13, 2011

Ein köka á dag kemur skapinu í lagJumm to the Í.

Ákvað í morgun að skella í nokkrar hollar smákökur - því mér vantar alltaf eitthvað nart yfir daginn! Og viti menn.. rambaði ég ekki á þessar líka dýrindis kökur. Hvílíkt lostæti! Ég er of spennt en það er í lagi því kökurnar eru svo góðar - ok,viðurkenni að það myndi líklega ekkert skemma að skella smá sjokkó með en ég prufa það um helgina.


Uppskrift:
2x Bananar / stappaðir
1x bolli af döðlum (ég lét veeeel í bollann) Bleytti þær í smá stund í heitu vatni áður en ég skar svo í smáa bita og blandaði saman við bananana...
1 tsk. vanilludropar
2 msk af kókos olíu

Þetta blandað saman

Svo ....

2x bollar af höfrum
1/2 af kókosflögum
1.msk af hörfræjum

Dass af kanil og pínkupons salt

Þessu öllu blandað saman og látið standa í ca. 10 mín.

Svo gerir maður litlar eða stórar kúlur - hvaðeina sem manni langar til þess að gera og skellir þessu í ofn á 175° - í 15-20 mín.

Tuesday, April 12, 2011

"You were born with the right to be happy. You were born with the right to love, to enjoy and to share your love. You are alive, so take your life and enjoy it.

We don't need to know or prove anything, just to be, to take a risk and enjoy our life, is all that matters.

Say no when you want to say no, and yes when you want to say yes. You have the right to be you.

You can only be you when you do your best, when you don't do your best you are denying yourself the right to be you "

Kokteilar


..... Nú fer sumarið aaaalveg að detta inn. Enda hafið þið líkast til tekið eftir því miðað við veðrið sem er búið að leika við okkur s.l. daga. (Nei bíddu, djók)

Ég fékk starf hjá Icelandair í sumar sem flugfreyja. Mikil ósköp sem ég var ánægð með það - bjóst aldeilis ekki við því enda ótrúlega margir sem að sóttu um. En í gær hófst nýliðanámskeiðið - fer allt voða vel í mig. Verður nóg að gera næstu vikurnar allvega. En það er nú skemmtilegast þannig - þegar að það er mikið að gera.

Þannig sumarið verður mjög spennandi - ný verkefni og skemmtilegheit.

Kokteill dagsins...Mangótwister.

1x Stórt mangó
1x Banani
1x Lítil flaska af appelsínu trópí
Vel af engifer og ein lúka af höfrum.
Allt í mixerinn góða... Góð orkubomba!


Thursday, April 7, 2011

Matur er góður

Mér finnst mjög gaman að borða.. en mér leiðist þó stundum að elda bara fyrir mig. Þá reyni ég oft að hafa það bara simpúlt og fljótlegt. Grænmetissúpa er ein af uppáhalds súpunum mínum, ég er mikil súpukona. Hún er ansi einföld en klikkar aldrei, endalaust hægt að leika sér með hana. Þessi er af einföldustu gerðinni en mjög bragðgóð.

það grænmeti sem ég átti að þessu sinni inn í ísskáp, sætar kartöflur, ferskt sellerí, paprika, rauður laukur, brokkólí, gulrætur. Svo hálfur grænmetiskraftur og hálfur kjúllakraftur (hann gefur svo mikið og gott bragð) ég læt súpuna malla ótrúlega lengi - því lengur því bragðmeiri.


Fallegir litir í fallegu gulu pasta/grænmetis/ávaxta skálinni minni sem ég er svo skotin í.


That's what's cooking tonight my friend... grænmetissúpa og hrökkbrauð með osti og smá hnetum. Svo er fátt betra en að rífa smá ost og setja ofan á súpuna.. omm omm omm.

Þessi skál er krúttleg - hún fær að geyma ávextina mína líka.
Tuesday, April 5, 2011

Smæl


-
Þegar ein hurð lokast þá opnast önnur betri :-)


Monday, April 4, 2011

Lestrarstuð.

Það er ekki svo slæmt að vera að lesa fyrir próf því þá er leyfilegt að gera vel við sig eftir góða rispu í lestri og yfirstrikun...

Gróft bananabrauð með graskersfræjum og agave sírópi. Meget godt með góðu smjeri, osti og sultutöji. Ooog nýlöguðu kaffi auðvitað :o)

Sumarið er að koma...

Ég, Dísa og Fríða nutum okkar í blíðunni í gær á Skaganum - vorið er loksins komið og það er lygilega stutt í sumarið.Yndislegt!

Saturday, April 2, 2011

Saturday!

Ég á svo sæta frændur. Herra Kristían Mar Kjaran bað mig um beikon þegar að ég kom í heimsókn í morgunsárið - og þá varð Eyja frænka spennt. Hann er sælkeri eins og ég - og við fórum í matreiðsluleik.

Útkoma : Eggjabrauð, stökkt beikon, kolkrabbapylsa og tómatsósan sem var í þykjó sjórinn.Sáttur og sæll lítill grallari


Litir..

Ég er að elska alla þessa liti sem eru allsráðandi í klæðnaði núna..