Tuesday, June 14, 2011

New York í sólarhring

New York ferðin í nokkrum myndum.
Ég fór í mitt fyrsta Ameríkustopp og þetta var í fyrsta skipti sem ég fór til Ameríku. Mikil ósköp sem ég varð hrifin! Haddinn minn fékk að koma með og það var ansi huggulegt.

Veðrið var dásemd - hittum Birtu okkar, borðuðum mikið af góðum mat og nutum þess að vera til í útlandinu.


Hittum Birtu okkar, hún var leiðsögumaðurinn okkar :)


Red Velvet kakan. Markmiðið hjá mér fyrir ferðina var að smakka þetta undur, jeremías hvað kakan er góð. Ég ætla að reyna að baka hana í bráð.


Að luwa útlönd..


Dugnaðurinn í búðunum leyndi sér ekki


Maine-lobster pasta á yndislegum ítölskum stað.


Times Square - magnað!

Sæt frændsystkin


Að njóta borgarinnar í Empire State Building.

Á einum sólarhring náðum við að skoða smá af magnaðri borg, borða góðan mat, versla og við nutum þess í botn að vera í góða veðrinu.

Lövelí - nú er ég komin í frí fram á föstudag. Þá fer ég í annað Ameríkustopp til Seattle :)

2 comments:

  1. Write in english too :))

    /Linnéa, Sweden

    ReplyDelete
  2. Átakanlega erfitt að gleðjast með þér yfir þessari bloggfærslu ef ég á að segja eins og er...

    ReplyDelete