Wednesday, October 31, 2012

Vinningshafinn í gjafaleiknum er...

Alls tóku 272 lesendur þátt í gjafaleiknum hér á blogginu í samstarfi við Íslenzka Pappírsfélagið. 

Það er hún Kolbrún Edda Aradóttir sem var dregin út að þessu sinni. 
Innilega til hamingju með það Kolbrún Edda, ég vona að þú njótir vel. 

Takk fyrir þáttökuna elsku vinir. 

xxx
                                                    Eva Laufey Kjaran

Veturinn og sumardekk.

Kl .09.00 í morgun þá var ég búin að hella mér upp á gott kaffi og kveikja á nokkrum kertum.
Þegar að ég vaknaði þá leit ég út um gluggann og sá að veturinn er formlega kominn. Allt í snjó og leiðindaveður, eins og ég hef sagt áður þá er mér illa við snjóinn og vil helst ekkert að hann komi nema þá um sexleytið á aðfangadag. 

 Ég sumsé leit út á grasið sem er nú allt hvítt og leit svo á bílinn sem er enn á sumardekkjum. 
Þvílík tilviljun að vera á sumardekkjum og snjór úti, skemmtilegt twist sem gleður. 

Ég vona að þið eigið góðan dag og á eftir þá ætla ég að draga út heppinn vinningshafa í gjafaleiknum, fylgist endilega með. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Tuesday, October 30, 2012

30.10.12


Komin heim í heiðardalinn! Mikil ósköp sem ég hafði það gott í Noregi hjá systur minni og hennar prinsum. Það hefði verið ansi ánægjulegt að vera lengur en sem betur fer er ekki langt í jólin og þá kemur öll fjölskyldan hingað heim. Mikið sem það verður nú gott. 

Við komum systur minni aldeilis á óvart. Á afmælisdaginn hennar sem var á sunnudaginn þá létum við hana hafa pakka og í pakkanum var farmiði til Íslands, þannig að hún kom með okkur heim í dag og verður hér í nokkra daga. Það er nú svakalega gott að hafa hana hér! 

Það bíða mín nokkur verkefni svo ég verð að halda áfram áður en að ég fer að sofa þannig ég kveð ykkur í bili en ég vil minna ykkur á gjafaleikinn á blogginu, ég dreg út heppin vinningshafa á morgun. Hvet ykkur til þess að taka þátt kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Monday, October 29, 2012

Fallegur haustdagur í NoregiÉg hef það svakalega gott hérna úti hjá systur minni. Vil helst ekkert fara heim strax, væri nú alveg til í að eyða fleiri dögum með þessum æðibitum. Í dag þá fórum við út að labba um bæinn, fórum á kaffihús og tókum ansi margar skemmtilegar haustmyndir. 

Vinir að vera ofurkrútt
Fórum auðvitað á kaffihús. 
 Daníel Mar að gæða sér á súkkulaðibitaköku

Haustið 
 Þegar að litlir fætur voru smá þreyttir þá fór Eva frænka að stríða lillunum


 Kristían Mar Kjaran og Daníel Mar, svo ótrúlega fallegir drengir.
 Týndum laufblöð og höfðum gaman.


Virkilega huggulegur dagur að baki. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Saturday, October 27, 2012

Noregsferð


Í morgun þá var loksins komið að deginum sem ég var búin að bíða ansi lengi eftir. Um fimmleytið í morgun þá lögðum við Aldís af stað til Keflavíkur og þaðan til Noregs til systur minnar. Hún vissi ekki af því að ég væri að koma svo það var ansi skemmtilegt að koma henni á óvart. Það var heimsins best að hitta hana og hennar prinsa, jesús hvað ég hef saknað þeirra. Næstu dagar verða sumsé æði.

Beðið eftir vélinni til Stavanger.
 Aldís Birna stóð sig ansi vel og plataði systur mína upp úr skónum.
 Fátt betra en að hitta elsku Mareni mína. 

Nú er það sushi og spjall. Ég vona að þið eigið gott kvöld elsku vinir. 

xxx
Eva Laufey Kjaran

Friday, October 26, 2012

Lífið á Instagram og uppskriftir í Morgunblaðinu


 1. Heitt súkkulaði með piparmyntu á Te&Kaffi. Dásemd í bolla. 2. Blingað sig upp 
 3. Bleikur Cappuccino                  4. Vinkonur á góðri stundu. 

 5. Hélt matarboð fyrir yndislegar vinkonur   6. Austurlensk matargleði með góðri vinkonu 
 7. Fallegar og ljúfar kökur                  8. Dóra landkönnuður 

Þessi vika hefur liðið svo ótrúlega hratt og það hefur verið mikið að gera í vikunni, það eru enn nokkur atriði sem ég ætlaði mér að klára svo ég eyði föstudagskvöldinu í lærdómsfjöri og uppskrifta dúlleríi. Ég ætla engu að síður að eiga deit með manni mínum, ég hef ekki borðað kvöldmat í vikunni að neinu viti heldur gripið eitthvað mér. Skyndibitafæði er í svo litlu uppáhaldi hjá mér svo í kvöld þá ætla ég að gera reglulega vel við mig í mat. Ég hlakka mikið til að borða eitthvað gott. 

Það fylgdi sérblað með Morgunblaðinu í dag, jólablað. Ég deildi nokkrum jóla uppskriftum sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég er farin að hlakka ansi mikið til jólanna, en ég er þó ekki jafn spennt fyrir snjókomu. Ég þóttist sjá smá snjó í dag þegar að ég var á leiðinni í skólann.
Það leit ekki alveg nógu vel út. Snjórinn má koma á aðfangdag. :) 

Ég vona að þið eigið ljúft föstudagskvöld framundan og ég vona að þið eigið góða helgi.

P.S. ég minni ykkur á gjafaleikinn í færslunni hér fyrir neðan elsku vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Wednesday, October 24, 2012

Gjafaleikur og súkkulaðihristingur.


Ég er algjör súkkulaðifíkill og gæti vel borðað súkkulaði í öll mál, ég reyni þó að gæta hófs. Það er fátt sem kemst nálægt því að vera jafn dásamlegt og bragðgóður súkkulaði mjólkurhristingur. Þessi mjólkurhristingur er af einföldustu gerð og er mjög bragðgóður.

Það er mikilvægt að velja sér ís með miklu súkkulaðibragði. Sá ís sem mér finnst bestur er GOTT súkkulaðiísinn. Alvöru súkkulaðibragð og þá þarf maður ekki að bæta kakódufti saman við til þess að fá rétta bragðið. 

 Súkkulaðihristingur af einföldustu gerð

2 kúlur súkkulaðiís
1/2 bolli mjólk

Setjið saman í blandara. Hellið í glas og sigtið smá kakódufti yfir. 
(Smakkið hristinginn áður en þið hellið honum í glas því ef til vill þá viljið þið meiri súkkulaðibragð og þá bætið þið smá kakódufti út í ísinn og blandið saman við í blandaranum.)

Virkilega dásamlegur mjólkurhristingur sem ég mæli með að þið prufið. Sérlega mikið augnyndi, þá sér í lagi ef mjólkurhristingurinn er borin fram í fallegu glasi og með svona fallegu röri. 

Ég hef fengið ansi margar fyrirspurnir hvað varðar þessi fallegu rör sem ég nota mikið. 

Ég keypti mér ansi mikið af þessum rörum í sumar þegar að ég var að fljúga til Ameríku, það var því nauðsynlegt að finna búð hér á Íslandi sem seldi þessi rör því þau eru virkilega skemmtileg og falleg. 
Það var því frábært að rekast á Íslenzka Pappírsfélagið sem sérhæfir sig í innflutningi á vönduðum og umhverfisvænum umbúðavörum og gjafavörum. Íslenzka Pappírsfélagið býður upp á fjölbreytt úrval gjafakorta, gjafapappír ásamt borðum, böndum, rörum, merkispjöldum og límmiðum. 

Áhersla er lögð á að vörurnar séu umhverfisvænar. 


 Í dag ætla ég í samstarfi við Íslenzka Pappírsfélagið að gefa heppnum lesenda gjafapoka með allskyns vörum frá Íslenzka Pappírsfélaginu. Ótrúlega fallegar og skemmtilegar vörur. 

Það eina sem þið elsku lesendur þurfið að gera til þess að eiga möguleika á því að næla ykkur í gjafapokann fína er að skrifa nafn og netfang fyrir neðan færsluna í athugasemdakerfið og gefa blogginu like á Facebook. Ef þið hafið nú þegar gefið blogginu like þá er nóg að setja nafn og netfang hér fyrir neðan færsluna. 


Ég dreg út heppin vinningshafa eftir viku, þann 31.október. 

Ég hvet ykkur til þess kíkja inn á www.pappirsfelagid.is og fylgjast sömuleiðis með Íslenzka Pappírsfélaginu á Facebook. 


Ég vona að þið eigið ljúfan dag kæru vinir 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Tuesday, October 23, 2012

Djúsí samloka

Mér finnst svo agalegt gott þegar að ég næ að útbúa mér eitthvað sáraeinfalt og ferskt í hádeginu.
 Ég geri mér þetta salat ansi oft, ég nota salatið á gróft brauð eða á hrökkbrauð.

Mér finnst best að rista brauðið ef ég er ekki með hrökkbrauð, en það er nú bara smekksatriði.
 Þetta er ekki bein uppskrift heldur einungis hugmynd að léttum hádegisverði, ég dassa mig alltaf til og frá svo ég veit aldrei hvað ég læt mikið af hverju í þetta salat. 

Hér kemur innihaldið, en það er langbest að dassa sig áfram. 

túnfiskur í dós, í vatni
klettasalat, smátt saxað
kirsuberjatómatar, smátt saxaðir
avókadó, smátt saxað
paprika, smátt söxuð
rauðlaukur, smátt saxaður
ólífuolía
salt og nýmalaður pipar
steinselja, smátt söxuð

Öllu blandað vel saman. Ég fæ mér alltaf kotasælu með því hún gerir salatið enn betra og meira djúsí. 


Virkilega fljótlegur, einfaldur og ljúffengur hádegisverður
Ég mæli með að þið prufið. 

Á morgun verður skemmtilegur gjafaleikur á blogginu svo ég hvet ykkur til þess að fylgjast með. 
Vonandi eigið þið ljúfan þriðjudag kæru vinir 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Saturday, October 20, 2012

Laugardagslúxus

 Morgunstund gefur gull í mund. 

Þessi laugardagsmorgun byrjaði aðeins vel og nú ligg ég upp í sófa, búin að borða yfir mig af laugardagskræsingum. Ég ætla að liggja hér svolítið lengur og fara síðan í göngutúr í þessu yndislega veðri. Svo er það bara lærdómur og huggulegt sem einkenna þennan laugardag. 
Það er vissulega tilefni til þess að gera vel við sig á laugardögum, í mínum dagbókum þá eru þeir heilagir nammidagar. Þessi dagur var aldeilis ekki undantekning og naut ég þess að borða beikon, egg, rúnstykki og amerískar pönnukökur. 
 Amerískar pönnukökur með jarðaberjum og súkkulaðisósu. Það er erfitt að koma orðum að því hvað þetta er dásamlega gott. 

HÉR finnið þið uppskrift af dásamlegum amerískum pönnukökum.
 Fersk íslensk jarðaber.

 Ljúffengur morgunmatur á góðum laugardegi
 Virkilega notalegt í sveitinni. 

En nú þarf ég að klára nokkur verkefni áður en ég get farið út í göngutúr svo ég kveð ykkur í bili. Ég vona að þið eigið ljúfan laugardag. Gerið vel við ykkur í mat og ég hvet ykkur til þess að fara út að  ganga í þessu fallega veðri. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Friday, October 19, 2012

Föstudagshuggulegheit


 Ég er komin í sveitina ásamt ansi góðu fólki, litli bróðir minn og hans kærasta komu með okkur Hadda í sveitina. Við byrjuðum auðvitað á því að fá okkur góðan göngutúr og skoðuðum Seljalandafoss. 
Ég og Brynja völdum ekki sniðuga skó fyrir göngutúrinn, en það er nú önnur saga.

 Það er svo ansi skemmtilegt að labba bakvið fossinn. Dásamlegt umhverfi. 
 Þegar að við komum heim þá var okkur fremur kalt svo ég ákvað að gera heitt súkkulaði með jóla ívafi.

Ég sauð mjólk með kanilstöngum og negulnöglum, sigtaði það síðan frá mjólkinni og bætti við nokkrum bitum af dökku súkkulaði og nokkrum tsk. af sykri.  Þeytti rjóma til þess að hafa með, það er alltaf tilefni fyrir rjóma og rjóminn gerir heita súkkulaðið enn betra.  lokum dreifði ég smá súkkulaði íssósu yfir rjómann. Ég mæli svo sannarlega með þessu súkkulaði á köldum haustdögum. Það er fátt betra.

Greyið Brynja er örugglega enn að venjast því að kærastinn hennar eigi ansi skrýtna systur. 
Ég vona að þið eigið eftir að eiga góða helgi kæru vinir 

xxx
Eva Laufey Kjaran