Sunday, March 23, 2014

Instagram & Prentagram. @evalaufeykjaran

 1. Morgungöngutúr í Vesturbænum. Mjög fallegur dagur. 
2. Bröns hér heima við með ömmu og mömmu, ansi ljúft. 
 3. Það er fátt sem slær nýbakaðari súkkulaðiköku við.
4. Fallegir túlípanar fegra heimilið. 
 5. Ég hitti hann Hadda sem er yfirkokkur á Hótel Rangá og við elduðum saman dásamlega rétti sem eru vinsælir á hótelinu.
6. Kaffi, kaka og skemmtileg vinkona á sunnudegi. 
 7. Nú er ég byrjuð í tökum á fullu fyrir nýjan matreiðsluþátt sem fer í loftið í byrjun april á Stöð 2. Ég heimsótti Svavar Örn og Daníel og eldaði með þeim. Þeir eru svo frábærir og miklir sælkerar. 
8. Ég  er að sigla inn í 27 viku meðgöngunnar og er aðvitað rígmontin með stækkandi maga. 

Eins og ég hef oft sagt við ykkur áður þá er ég mjög hrifin af Instagram appinu og nota það talsvert mikið. Það er ótrúlega gaman að eiga mikið af myndum, þær eru dýrmætar. Ég pantaði mér ramma með myndum hjá Prentagram og ég er mjög ánægð með útkomuna. Ég mæli með að þið kíkið inn á vefsíðu Prentagram og kynnið ykkur þá þjónustu sem þau bjóða upp á. 

Annars vona ég að þið hafið haft það reglulega gott um helgina, sjálf var ég í miklum rólegheitum og það er bara stórgott. Vel úthvíld fyrir komandi viku. 

xxx

Eva Laufey K. Hermannsdóttir


Friday, March 7, 2014

Föstudagsgleði


Þessi vika hefur flogið áfram, ég hef ekki haft tíma til þess að stinga nefinu hingað inn á bloggið og ekki náð að deila uppskrift með ykkur. En ég ætla að bæta úr þessu bloggleysi um helgina og þá fáið þið uppskrift að dásamlegri helgarköku. 

Í dag er mánuður í að þættirnir mínir hefjist á Stöð 2. Þessa dagana er því nóg að gera í sambandi við þættina, þeir verða ólíkir þeim sem ég var með á Stöð 3 og ég hlakka mikið til þess að deila með ykkur nánari lýsingu á þáttunum þegar nær dregur. 

Annars vona ég að þið hafið það sem allra best og eigið stórkostlega helgi framundan með fólkinu ykkar. Sjálf ætla ég að eyða helginni í sumarbústað með vinkonum mínum. Það er ávísun á góða helgi. 

Helgarkveðja

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Saturday, March 1, 2014

Fullkomin byrjun á deginum

 Fyrir mér er þetta fullkomin byrjun á deginum, að fá mömmu og ömmu í morgunmat til mín áður en við förum út að rölta um bæinn. Við förum saddar og sáttar út í daginn. Það er svo notalegt á helgum að nostra svolítið við morgunmatinn og fá góða gesti í heimsókn. 


Þetta boozt er svakalega gott og ferskt. Í booztið fer frosið mangó, frosin blönduð ber, banani, chia fræ, kókosvatn, superberries safi, smá agavesíróp og kókosflögur ofan á. Hressandi morgunkokteill. 

Ég vona að ykkar dagur fari vel af stað kæru lesendur. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir