Friday, September 30, 2011

Morgunmúffur

 Morgunmúffur. Hafið þið ekki lent í því að koma heim úr skóla eða vinnu og það er bara ekki neitt til í ísskápnum og þið eruð mjög svöng? Nennið alls ekki aftur út til þess að fara í búðina. Ég lenti í því í gær, svanga stóra barnið kom  heim úr skólanum og ekkert til. Þannig ég ákvað að setja í múffu-bollur. Átti lítil til í bollurnar en ég átti þó eitthvað.

125 g. Grófmalað spelt
1 x Þroskaður banani
1 x Bolli speltmúslí með þurrkuðum ávöxtum
1/2 Bolli fimmkorna blanda
1 msk.Hunang
1/4 tsk. matarsódi
1/4 tsk. Salt
1/4 tsk.Lyftiduft

Byrjaði á því að stappa banana vel, bætti síðan speltmjölinu og blandaði þessu vel saman. Bætti alltaf smá vatni saman við, alls ekki mikið vatn þó. 3-4 msk. Bætti síðan öllu hinum saman við og blandaði vel saman. 
Notaði bökunarpappír sem form og mótaði bollurnar líkt og muffins. Ég setti ofan á ca. tsk af fimmkornablöndu á hverja bollu. 
180°C í ca. 20mín

Þetta smakkaðist mjög vel með smjöri og ost. 
Fljótlegt, var enga stund að blanda þessu saman og setja þetta inn í ofn. Lyktin var góð og þetta var miklu betra en einhver bakarísferð.

Ég kalla þær morgunmúffur vegna þess að þær eru einstaklega ljúffengar í morgunsárið og þæginlegar að grípa með á leið í skólann. 

xxx




Wednesday, September 28, 2011

Vinkonur og súkkulaðihjúpaðir ávextir.

 Endurnærð. Það er fátt skemmtilegra en að hitta vinkonur á góðu kvöldi eða á góðum degi. Dagurinn byrjaði fremur illa, svaf yfir mig og tuðaði út í eitt. En en , borðaði síðan lunch með góðri vinkonu og átti yndislega stund með annarri vinkonu minni í dag.Ooog svo í kvöld hittist kökuklúbburinn, vinkonuhópurinn er semsé orðinn að kökuklúbbi. Hittumst reglulega og borðum saman kökur, spjöllum, hlæjum og höfum gaman. Nauðsyn fyrir sálina, skemmir svo aldeilis ekki fyrir þegar að vinkonur mínar eru búnar að eignast lítil kríli. Lítið kríli á öxl, kaka á disknum og vinkonur að hlæja. Ímyndið ykkur dásemdina!

Nú ætla ég að lesa smá og fara síðan í háttinn - ljúfur dagur að baki. 

 Ég útbjó þetta fyrir kökuklúbbinn, ætluðum að hafa hann örlítið healthy en ég meina smá súkkulaði skaðar ekki neinn. 
Ávextir skornir í bita (melóna, banani, vínber, jarðaber og ananas) Raðað á grillspjót. 
Hvítt og dökkt súkkulaði brætt  ( ekki saman) og svo mjakað vel á ávextina. 
Ferskt og gott.


 

xxx

Tuesday, September 27, 2011


Skóladagar. Það er svo sannarlega að koma október, tíminn flýgur. Dagarnir eru ansi langir.
 Fer út klukkan sjö á morgnana og er búin í skólanum um fimm - sexleytið. Svo heim, matur, hreyfing og lærdómur. Ef til vill smá tiltekt... en bara smá. 

Próf, verkefnaskil og mikill lestur = Október. Dásemd. 

Ég bakaði mér súkkulaðiköku í kvöld - ég var að pirrast yfir verkefni sem er pínu snúið. En hvað haldið þið? Góð súkkulaðikaka kemur skapinu í lag. 

Nú ætla ég að fá mér kaffibolla, já svona seint. Hér á þessu heimili er nóttin ung. Þarf að sigra þetta verkefni. 

xxx

Monday, September 26, 2011

Grænmetis-lasagne

 Ég er ansi mikið fyrir lasagne, gaman hvað það er hægt að útbúa það á marga vegu. Í kvöld þá lagaði ég mér grænmetis-lasagne í fyrsta sinn. Það lukkaðist vel að mínu mati og gat ég smjattað út í eitt. 
Einfalt, fljótlegt, hollt, gómsætt og ódýrt. Erum við ekki annars öll að leitast eftir því?


 1 Lítill brokkólhaus
1 Kúrbítur
1 Rauðlaukur
1 Sellerístöng
4 Litlar gulrætur
1 Lítil sæt kartafla
1 Rauð paprika
10 Kirsuberjatómatar
4-5 Sveppir
Handfylli af ferskri basilikku
Handfylli af ferskri steinselju
1 Dós saxaðir  tómatar
1/4 Krukka af mildri salsa sósu
5-6 msk. Kotasæla

Allt grænmetið steikt á pönnu í smá stund, bæti síðan saman við á pönnuna söxuðum tómötum og salsasósunni. Setti eitt glas af vatni saman við, pipar og salt er líka nauðsyn. 
Lét þetta malla við vægan hita í um það bil fimm mínútur.

Svo er þessu raðað upp í form - grænmeti - græn lasagneblöð- grænmeti- græn lasagneblöð - grænmeti - nokkrar msk. af kotasælu og fersku kryddjurtirnar- hvít lasagneblöð - grænmeti - nokkrir fetaostbitar ofan á.

40-45 mín við 180°C.



Samfélagsmeinið

Það er ósanngjarnt og ömurlegt að lesa frétt um ellefu ára dreng sem tók sitt eigið líf.
Ellefu ára gamall, allt lífið framundan.
Börn eiga að njóta sín og barndómurinn á að vera besti tíminn. En hvað gerist?
Einelti, það er það sem gerist.

Einelti er það ferlegasta sem ég veit um. Samfélagsmein sem dregur lífskjarkinn úr fólki.
Flestir þurfa að berjast gegn mótlæti í æsku, það veit ég af eigin raun.
Þegar að ég var yngri þá fluttum við erlendis og þá var ansi erfitt að falla inn í hópinn.
Ég man þegar að ég lagðist á koddann fyrstu dagana og hugsaði " Jæja þegar að við flytjum aftur heim þá verður allt orðið gott". Ég beið alltaf eftir lokadögunum því það voru iðulega bestu tímarnir. Ég flutti tvisvar sinnum erlendis, til Noregs. Á tvo staði og því reyndist það þolraun ein, sérlega í annað skiptið.
 Ég þurfti stundum að halda aftur að mér tárum í skólanum. Það er erfitt að vera unglingur og ætla að falla inn í hópinn.
Ég átti t.d. ekki mikið af pæjufötum, var fótboltastelpa af Skaganum en það skildu ekki allir
.
Bekkjasystur mín komu eitt sinn að mér og spurðu hvort ég ætti eiginlega engin föt og af hverju ég væri alltaf í sömu fötunum. Líkast til hefði svarið "mér líður bara vel í þeim" ekki fallið í kramið hjá þeim.
Ég fékk pæjubuxur, mætti í þeim í skólann og fékk glott. Ég labbaði inn í tónmennt og sá krassað á nokkur borð "Eva með gulu tennurnar" " Tannburstaðu þig Eva". Líkast til hefði svarið að tennurnar mínar sködduðust mikið eftir að ég datt eitt sinn í æsku og ég burstaði mig auðvitað á degi hverjum, ekki skipt neinu máli.

Fyrsta froðu-teitið í skólanum. Ég var súper spennt - bekkjarsystur mínar hringdu í mig sama dag þegar að þær voru saman úti a borða og létu mig vita að maður ætti að mæta í sundfötum og með sundhettu. Mér fannst það hálf kjánlegt en ég meina afhverju ætti ég ekki að trúa þeim, ég var ný en þær vanar.
Ég var að æfa fótbolta með eldri stelpunum á þeim tíma og ég mætti á fótboltaæfingu fyrir teitið og spurði afhverju maður ætti að vera í sundfötum o.s.frv. Þær urðu reiðar, tóku mig með sér í skólateitið og húðskömmuðu bekkjarsystur mínar fyrir framan alla. Mér leið vel! Einhver stóð með mér. Þær skömmuðust sín og ég gekk inn með stóru stelpunum, þvílík pæja.

Ég er hálf kjánaleg að skrifa um mína upplifun af einelti. Ég er alls ekki að gera mig að einhverju fórnarlambi og að bera mitt saman við það ömurlega sem börn eru að ganga í gegn um, en eitt veit ég þó að vera einn á móti fjöldanum getur reynst þolraun ein. Ég átti góða að, það eiga ekki allir góða að. Krakkar/unglingar upplifa hundraðfalt verri einelti á degi hverjum, mitt var vægt en alveg nógu mikið til þess að mér leið illa með sjálfa mig og lífið.

Ég viðurkenni það að ég hef sjálf tekið þátt í því að stríða öðrum, skilja útundan o.s.frv. þegar að ég var yngri. Mér líður illa með það í dag, ég vissi betur. Ég vissi alveg hvernig hinum aðilanum leið vegna þess að ég hafði verið í þeirra sporum. En að fylgja straumnum og halda að maður sé betri en einhver er það versta sem við getum gert.

Ég og þú erum alveg eins, ég er ekki betri en þú og þú ert ekki betri en ég. Þess vegna höfum við ekki rétt á því að ganga yfir annað fólk eins og tuskur.

Samfélagið tekur þátt í einelti, t.d. fjölmiðlar. Tökum eina manneskju og úthúðum þar til manneskjan á ekki séns. Hvaða afsökun notum við fyrir því? Jú manneskjan bauð uppá það, alveg eins og ég bauð uppá það að mæta í skólann í ljótum buxum.
Við verðum að passa okkur, nú er ég messa yfir sjálfa mig í leiðinni. Passa okkur á því að við tökum okkur ekki það bessaleyfi að vera betri en einhver annar og halda að það sé í lagi að niðurlægja og hlæja af öðrum. Við þurfum að setja okkur í fótspor annarra, það sem er fyndið fyrir okkur getur reynst ömurlegt fyrir annann.

Pössum upp á hvert annað, þetta er ekki fallegt. Ef fullorðið fólk hugsar ekki sinn gang hvernig eiga þá börnin að læra af þeim eldri. Þessi frétt um þennann unga pilt vakti mig til umhugsunar. Ég ætla að passa betur uppá það hvernig ég kem fram við aðra.

Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig.

        xxx

Sunday, September 25, 2011

Fallegar peysur í H&M

 ...Mig vantar svo hlýja peysu. Eina góða sem hægt er að vippa sér í á köldum vetrardögum, eða haustdögum. Það er nú þegar orðið sérdeilis kalt! Ég ætla að fá mér eina..tvær.. En á erfitt með að velja mér, svo mikið til af fallegum peysum í H&M.










Saturday, September 24, 2011

Bröns

 Fékk til mín sætar vinkonur. Laugardagsbröns.

 Nóg af kræsingum.. þannig á það að vera 

 Öglu snilldin. Djúpsteiktur kornflex húðaður camenbert, dásamlega gott með góðri sultu. 

 Grænmetisbakan 

 Hekla María í sínum fyrsta vinkonu brönsi. 

 Fallegar mæðgur 

 Heklu leið vel hjá Öglu sinni. 

 Fallegust 

 Æ hún er eitthvað svo lítil og mikil rófa. 


Oreo- ostakakan hennar Helenu var í dessert. Ótrúlega góð!

Svona eiga laugardagar að vera - nú er ég afvelta og ætla að kíkja í skólabækurnar. Bubba-tónleikar í kvöld og rólegheit. 

xxx

Thursday, September 22, 2011

 ...Dimmt úti, kalt úti, heitt inni,  kertaljós, vinkonur, lærdómur og heitt kakó.
Uppskrift að huggulegu kvöldi.





Wednesday, September 21, 2011

That's whats cooking my friend!


Fish-fajita
Ég ákvað að gera vel við mig í kvöld og fá mér eitthvað ótrúlega gott að borða, fiski fajita er eitt af því sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. 
Ég byrja á því að marinera ýsu. Set olíu í plastpoka (svona nestispoka) bæti síðan við salt, pipar, basiliku, steinselju, rósmarín, nokkrir dropar af tabasco sósu og kirsuberjatómatar. Reyni að skera þá smátt og kreista vökvann úr þeim, gerir þetta ansi djúsí. Ýsan er skorin í litla bita og sett ofan í pokann. Svo hristi ég pokann til og læt þetta blandast vel saman. Inn í ísskáp í nokkrar klst. 

Grænmeti steikt á pönnu, hver og einn ræður sínum skammti. Ég steikti rauðlauk, sveppi og paprikku í smástund uppúr olíu. Því næst steikti ég fiskinn góða. 
Reif niður jöklasalat, skar tómata og grænar ólívur. 
Salsa sósa og ab-mjólkur sósan mín. (ab-mjólk, hvítlauksgeirar, agúrka, salt og pipar) 

Semsé heilhveititortilla, salsa sósa, jöklasalat, tómatar, steikt grænmeti, ólívur, fiskurinn og nokkrir bitar af fetaosti og ab-sósan. 

Ég er að segja ykkur það að þetta er ótrúlega gott og endilega prufið þetta næst þegar að þið eruð með ýsuflak fyrir framan ykkur og viljið prufa eitthvað nýtt.



xxx

Vellíðan.

Kannist þið ekki við tilfinninguna þegar að þið hafið ekki komist út til þess að hreyfa ykkur hvað allt getur verið ómögulegt? Þannig er mér búið að líða undanfarna daga. Þreyta, leti og ómögulegheit. Mikil ósköp, ég veit ég hef sagt það ansi oft en ótrúlegt hvað hreyfing gerir gott fyrir sálina. Líka mjög fínt að vera þreytt fyrir miðnætti í stað þess að næturhrafnast fram eftir öllu og detta úr rútínu. 

En í kvöld fór ég loksins í zúmba. Hálsinn orðinn fínn og þá er allt einsog það á að vera. 

Hreyfing getur öllu breytt. Sagði mér líka ein sniðug kona að besta ráðið við fýlu og pirring er að fara út í göngutúr, ómögulegt að vera í fýlu í göngutúr í fallegu veðri. Tala nú ekki um ef maður nær göngutúr með góðri vinkonu. Það er gott ráð við ómöguleika - að reima skóna og skunda út. Það geri ég iðulega, sérlega þegar að ég er komin í strand við lærdóminn. Þá er ekkert betra en að henda heilanum í göngutúr. 

Ég veit hvað myndagæðin eru stórkostleg, ég er svo flink á kameruna eða hitt og heldur. En norðurljósin eru loksins komin og þau eru svo ótrúlega falleg. Love it!

xxx

Tuesday, September 20, 2011

Fimmkornabananaspeltbrauð Evu :)

Ég veit ég veit, ein önnur matar/baksturfærslan. Þið megið endilega láta mig vita ef ég er að mat-kæfa ykkur kæru lesendur. 
Í dag bakaði ég þetta ágæta bananabrauð, ansi indælt að hafa eitthvað í ofninum á meðan að maður les skólabækurnar. Virkilega huggulegt að taka sér kaffipásu og fá sér eitthvað gott með kaffinu. I love it. 
Nýbakað brauð með góðum osti og góðum kaffibolla? Dásemd. 


1 egg 
2-3 msk Agavesíróp (fer eftir smekk)
2 þroskaðir bananar 
250 g spelt ( 125 fínmalað spelt og 125 grófmalað spelt)
1/2 tsk matarsódi 
1 tsk salt
1 dl fimmkorna blanda

Þeytið eggið og bætið sírópínu saman við. Þeytið það vel saman, því næst stappið þið banana og bætið þeim saman við. Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt og hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif. Síðast en ekki síst þá er 1 dl af fimmkorna blöndu bætt varlega saman við, sömuleiðis strái ég vel af kornum á toppinn.  

Setjið í form (ég nota alltaf bökunarpappír undir, það kemur í veg fyrir að brauðið festist í forminu) en auðvitað er hægt að smyrja formið vel áður líka. Bakið í 180°c en 160°c með blæstri í heitum ofni í 45 mín.




Líka skemmtilegt að gefa í gjöf. Nýbakað brauð í fallegri öskju, myndi nú slá í gegn í bröns-boði til að mynda. :-) 



xxx

Monday, September 19, 2011

Fatlafól



Ég vaknaði í morgun. Klukkan var að ganga sjö, vakti Hadda og brosti vegna þess að gat lúrað örlítið lengur þar sem ég átti ekki að byrja í tíma fyrr en um hádegi. Well ó well, fór svo loksins frammúr eftir baráttu við snoozið - merkilegt hvað það  getur verið gott að sofa! og fékk mér morgunkaffið og dreif mig í sturtu.. ég er brussa og snéri mér voðalega vitlaust, þar til  hálsinn festist. Svei ó svei, verkurinn eftir því. Ég á svo góða vinkonu hana Öglu sem fór með mig til læknis og sá um að hjúkra fatlafólinu sínu fram eftir degi. Þannig ég komst ekki í skólann og er búin að vera á einni hlið í dag, stundum að vera brussa. 


Smoothie og tortilla - Agla Sigríður er ekki lengi að galdra fram veitingar. Hún er svo góð hjúkka.
Svo skoðuðum við matartímarit og horfðum á matreiðsluþætti, plönuðum nokkur matarboð í huganum og borðuðum mat. Þá sjaldan! Gleymdi verkjunum næstum því á meðan, en það var þó ekki hægt vegna þess að ég vorkenni mér mikið.  En alltaf gott að eiga yndislega vini og mann - fyndinn dagur :)


Friday, September 16, 2011

Kjúklingasalat, rauðvín og góður félagsskapur. 
Ansi huggulegt








xxx

Tuesday, September 13, 2011

 


Lærdómurinn verður mun skemmtilegri með góðri vinkonu og súkkulaðihjúpuðum jarðaberjum. Maður má nú lyfta sér upp svona í tilefni þriðjudags.. 



Monday, September 12, 2011

Hárið


 Haustfílingur. Í dag fór ég í klippingu og litun hjá mínum ástkæra Svavari.
Aðeins að hressa uppá  hárið fyrir haustið - ég er ansi ánægð með útkomuna og get ekki hætt að þefa af hárinu.

Ég elska hvað hárið er fínt og vel lyktandi eftir góða sjæningu.






xxxx

Jómfrúin


 Ég held mikið upp á jómfrúnna. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að fara þangað í lunch - þar fer ég reglulega með einhverjum úr famelíunni í lunch. Ég er vanaföst og fæ mér alltaf það sama. 1/2 sneið með lambakjöti og 1/2 með camenbert, beikoni og allskyns góðgæti.  Delish! Ef þið hafið ekki nú þegar prufað jómfrúnna þá mæli ég eindregið með því að þið skellið ykkur.



 Uppáhalds. 

 Mamma og eggin hennar. 

 Ég og amman mín, yndislegasta manneskjan í mínu lífi. 

....ásamt mömmunni minni. Þær eru langbestar.



xxx