Sunday, February 6, 2011

Sunnudagur til sælu.

Ég elska á helgum að dúllerast í morgunsárið og borða eitthvað gott. Þá þarf maður ekki að vera að drífa sig eins og á virkum dögum. (ok, kannski þyrfti ég ekki alltaf að drífa mig svona mikið á virkum dögum ef ég myndi ekki snúsa)
Ég er mjög hrifin af eggjahrærum. Ég á eina uppáhalds sem ég lagaði mér í morgun...

Ok. Ég viðurkenni það að þetta lítur ekkert stórkostlega út, en þetta smakkast guðdómlega.
Smá olía á pönnu
Steiki síðan 3x sveppi, 6x kirsjuberjatómata 1/2 sellerí stilk, svolítið vel af spínati, svo bæti ég við 2x eggjahvítum. :)
Svo pínu salat undir, eggjahræran yfir og pínu fetaost :)
Helgarmorgunmatur er ansi ljúfur á þessu heimili.

1 comment:

  1. ooh þú mátt bjóða mér í svona við tækifæri :) :*

    ReplyDelete