Saturday, April 12, 2014

Nýbakað og rjúkandi heitt kaffi


Það er ekki að ástæðulaus að laugardagsmorgnar eru í sérstöku eftirlæti. Ég byrja yfirleitt laugardaga á góðum morgunverði. Að þessu sinni voru það nýbökuð crossaint (það væri gaman að segja ykkur frá því ef ég væri búin að baka þau sjálf en það er nú ekki svo gott, keypti frosin í Krónunni og hitaði upp í morgun). Nýbakað og gómsætt, lyktin af bökuðu brauði og nýlöguðu kaffi er dásamleg, nú er ég södd og sæl og tilbúin í helgina. Ég vona að ykkar morgun fari vel af stað. 

Góða helgi. 

xxx

Eva Laufey K. Hermannsdóttir

1 comment:

  1. Sæl
    Takk fyrir skemmtilegt blogg.
    Hvaðan eru hvítu diskarnir á þessari mynd?
    Kær kveðja

    ReplyDelete