Ofnbakaður lax
1 laxaflak
3 msk ólífuolía
1 msk smjör
Safi úr 1/2 sítrónu
1/2 búnt af graslauk
Maldon salt og nýmalaður pipar eftir smekk
4 - 5 hvítlauksgeirar
6 - 8 kirsuberjatómatar
Einfaldur og dásamlegur lax. Ég lét eitt laxaflak á álpappír, stráði Maldon salti og nýmöluðum pipar yfir flakið. Skar graslauk og hvítlauk niður, mjög smátt og dreifði yfir. Ákvað svo að skera fáeina kirsuberjatómata og setja með. Safi úr 1/2 sítrónu sáldrað yfir ásamt ólífuolíunni og smjörinu. Inn í ofn í 15 mínútur við 180°C.
Meðlætið var ansi einfalt, skar niður sætar kartöflur og venjulegar kartöflur. Lét þær á álpappír, hellti smávegis af olíu yfir og stráði Maldon salti og pipar yfir þær sömuleiðis. Blandaði þessu vel saman og lét þær inn í ofn í 35 mín við 180°C.
Hvítlaukssósa
1 lítil dós sýrður rjómi
safi úr 1/2 lime
handfylli af graslauk
salt & pipar
2 - 3 hvítlauksgeirar
Skerið graslauk og hvítlauk mjög smátt. Blandið öllu saman í skál, mikilvægt að smakka sig til. Kannski viljið þið minni hvítlauk eða meiri hvítlauk. Þessi sósa er sérlega einföld og er svakalega góð.
Safaríki laxinn tilbúinn, sá var góður.
Einföld og svakalega bragðmikil máltíð. Mjög notalegt kvöld að baki með vinkonum mínum, alltaf gott að fá þær í mat og smá spjall.
Algjör nauðsyn að gera svolítið vel við sig af og til. Eplagotterí í eftirrétt.
2 - 3 stór græn epli
100 g smjör
100 g sykur
100 g hveiti
50 g haframjöl
kanill
1 msk púðursykur
Hnoðið saman hveiti, sykur og smjör. Skrælið eplin og skerið þau í litla bita. Setjið eplin í skál og stráið 1 tsk af kanil yfir þau, blandið því vel saman. Síðan er hveitiblandan mulin yfir allt saman. Bakið við 200 gráður í 30 mín eða þar til kakan er orðin ljósbrún.
Það passar ansi vel að bera eplagotteríið fram með vanilluís eða þeyttum rjóma.
xxx
Eva Laufey Kjaran
Mjög girnilegt!
ReplyDeleteMig langaði að spyrja þig, hver er uppáhaldskakan þín? eða sem þú myndir sérstaklega mæla með að prófa af síðunni þinni :)
Eplakakan er í miklu uppáhaldi hjá mér :) En það er nú strembið að gera upp á milli þar sem ég er svo mikil kökukerling að mér finnst allar svo góðar.
DeleteSæl,
ReplyDeleteÞegar þú ert að gera lax og kartöflur, setur þú bæði inn í ofn á sama tíma (á blástur?) eða hvort á eftir öðru? :)
Hæhæ Anna :) Ég læt kartöflur á undan, þær þurfa lengri tíma. Ég byrjaði á því að baka þær og eftir 20 mínútur þá lét ég laxinn inn í ofn svo þetta yrði tilbúið á sama tíma. Ég notaði blástur. :)
DeleteTakk fyrir þessa síðu, ég var að lesa blaðið og sá þessa girnilegu mynd frá þér, og ég á örugglega eftir að prófa uppskriftirnar.
ReplyDeleteTakk fyrir
Hjördís
Frábær síða hjá þér, var að elda þessa uppskrift og þetta var algjör snilld.
ReplyDeleteÞessi uppskrift sló í gegn á mínu heimili ! ;)
ReplyDeleteprufaði þessa í gær ekkert smá gott allir mjög ángæðir og allt kláraðist :) Verður klárlga gert aftur!!
ReplyDeleteTakk fyrir mig :)
Hæ, hver er tilgangurinn með álpappírnum? Lokarðu laxinum inni í álpappír (kemur ekki fram) eða er álpappírinn bara sem undirlag?
ReplyDeleteTakk fyrir okkur. Laxinn var æði!
ReplyDeleteVar að prufa þessa, alveg æðisleg!
ReplyDeleteÆðisleg uppskrift, allir á mínu heimili (8 ára, 10 ára + foreldrar) borðuðu laxinn og meðlæti upp til agna. Á eftir að prófa eftirréttinn en hann hljómar einnig vel. Er reyndar sjálf á fullu í kökubakstri og kökuskreytingum (eins og sjá má hér: www.facebook.com/arna.cake.decorator ) þannig að ég er ekki mikil dessert manneskja ;-)
ReplyDelete