Thursday, March 17, 2011

Ég vil sólskin!

....Ég er ekki að meta þetta veður. Snjór, snjór, snjór. Nú er að koma apríl og ég vil sjá vorið koma í mitt fang. Nenni ekki dúnúlpu, köldum táslum og köldum nebba lengur. Og hálku! Onii.

En, maður reynir nú að gera gott úr þessu veðri. Semsé, að gera gott úr veðrinu þá meina ég að ég kveiki á kertum eins og alltaf þegar að ég er að læra.. og hlusta svo á vindinn kvína fyrir utan. Þá hugsa ég hvað ég hef það nú gott að vera inni. Væri nú ekki verra ef ég ætti í heitt kakó - en ég nenni ómögulega út í búð þannig, ég verð að eiga það inni.

Lærdómsferskleikinn að fara með mig... ég get ekki hætt að smæla yfir bókunum. Svo mikið stuð.

Ég fór til ömmu minnar í dag í kaffi, held að það sé það besta sem ég geri þegar að ég fæ lestrarleiða.. gúffaði í mig maltbrauði með smjeri og kæfu og drakk indælis kaffi með henni ömmu minni. Fátt betra.

Í gær lagaði ég hvítlauksbrauð handa manni mínum... einfaldast í heimi, en er mega djúsí og gott. Hann fékk bara en ég fékk að þefa.





Step one.. djúsí hvítlaukssmjör.

Smjör, pínu hitað. 50.gr, 2-3 matskeiðar af olíu.
2 hvítlauksgeirar, 1/2 til 1 msk. af basilikku kryddi, steinselju, rósmarín. Dass af salti og pipar og hræra vel og geyma inn í ísskáp í svolítinn tíma. (líka mjög gott að nota ferskar kryddplöntur)


Svo eru það bara snittubrauð, skorin og smjörinu makað vel á og mozzarella ostur ofan á.


Reddí...Djúsí og gott. Nauðsyn með pastaréttum eða bara með súpunni.

Ég vill alltaf hafa mitt smá meira djúsí.. þannig ég set kirsuberjatómata á áður en brauðið fer inn í ofn, og nota stundum geitaost í staðinn fyrir mozzarella. Jummí - með fersku salati er það alger snilld.

Einfalt og gott!

1 comment:

  1. Eva Eiríks: hahah greyi Eva fær bara að þefa ;) Annars má snjórinn alveg vera alveg þangað til prófinn eru búin mín vegna! Þá langar manni bara að vera inni og læra :)

    ReplyDelete