Fish - Tacos.
Ég er náttúrlega facebook - stalker og sá um daginn að frænka mín var að elda sér fiski-takkó. Ég var nú ansi forvitin hvernig það smakkaðist - því ég hef bara heyrt um svoleiðis takkó í amerískum kvikmyndum :-)
En ég hermdi.. og útkoman var dásamleg. Ótrúlega ferskt og gott.
Ég marineraði ýsuflak í olive olíu, lime, hvítlauk og ýmsum kryddum m.a. fersk basilika og fersk steinselja.
Lét þetta marinerast í rúma klukkustund.
Á meðan gerði ég dressinguna -
Dass af létt AB - mjólk, safi úr 1/2 lime, fersk steinselja, hvítlaukur og svartur pipar.
Mjög létt og holl dressing - þannig maður þarf ekkert að spara hana, en maður angar af hvítlauk.
Svo skar ég niður allt það grænmeti sem ég átti m.a. gúrka, kirsjuberjatómatar, paprika, sveppir, laukur, spínat og venjulegt kál.
Svo steikti ég ýsuna á pönnu - notaði smá kókosólíu. Svo þegar að ýsan var að verða reddí þá setti ég laukin og paprikuna út á pönnuna og leyfði þessu aðeins að blanda sér.
Svo raðaði ég þessu öllu pent inn... setti smá ferskan mozzarella og væna skeið af salsasósu.
Yummí!
Einfalt og ótrúlega gott.
(Útkoman, ekkert sérlega delish myndir )
fyrirgefðu en afhverju var aldrei eldað svona flott handa mér í Oxford?
ReplyDeleteég er í fýlu :(
Rambaði inn á síðuna þína og sá þetta.... sem verður sko í kvöldmatinn hjá mér í kvöld (átti að vera soðin fiskur en breyttist snögglega í gúrme!!). Takk :-)
ReplyDeleteKveðja, Erna Hafnes