Þó það hafi verið sérlega ljúft um helgina þá er ég meira en tilbúin í nýja viku. Ég byrjaði daginn á hafragraut eins og aðra daga, Það er nóg framundan í vikunni og mörg ansi skemmtileg verkefni. Veðrið er fallegt og þá er nú alltaf allt aðeins betra, mánudagar geta nefnilega verið mjög góðir dagar ef við bara gerum þá að góðum dögum.
Besti grauturinn í morgunsárið. Hafragrautur með 1/2 stöppuðum banana, hörfræjum, bláberjum og smá agavesírópi. |
Ristað brauð með osti og sultu er best um helgar en þessi er bestur á virkum dögum. |
Ég vona að þið eigið góðan mánudag framundan kæru lesendur.
xxx
Eva Laufey K. Hermannsdóttir
No comments:
Post a Comment