Sunday, May 18, 2014

Bleikar makrónur, kaffi og gott lesefni á sólríkum degi!

Að byrja daginn á því að fara út á svalir með kaffibolla og lesefni í góðu veðri er hrein dásemd. Svona byrjaði minn dagur í dag. Vonandi eru margir sólríkir dagar sem bíða okkar í sumar. Ég trúi nú ekki öðru. Svalirnar okkar eru loksins að taka á sig mynd og sólin skín þar allan daginn. 

Ég er búin að hafa það mjög gott yfir helgina, ég átti afmæli á föstudaginn og það hafa verið veisluhöld frá því að ég vaknaði þann daginn. Veisluhöldin halda áfram í dag en hún mamma mín fagnar sínum afmælisdegi í dag. Hún er sú allra besta og við ætlum að eiga huggulegan dag saman í blíðunni. 

Ég vona að þið eigið góðan dag kæru vinir. Við heyrumst fljótt aftur! Það eru þónokkrar uppskriftar sem bíða eftir að komast hingað inn. 

xxx

Eva Laufey K. Hermannsdóttir

No comments:

Post a Comment