Gamlársdagur.
Í hádeginu þá hittumst við fjölskyldan heima hjá mömmu. Borðuðum ýmsar kræsingar sem hún móðir mín bauð uppá. Horfðum svo á kryddsíldina og höfðum það huggulegt. Bræður mínir fóru að metast um flugelda á meðan að ég lagaði eftirrétt sem ég hlakka mikið til að bragða á í kvöld, Tiramisu. Ítalskur eftirréttur sem mér finnst yndislega góður. Ég læt uppskrift fylgja sem fyrst á nýju ári.
Ég ætla að eyða kvöldinu með góðu fólki, horfa á svipmyndir frá árinu sem er að líða, skaupið og kveðja árið rækilega um miðnætti og bjóða 2012 velkomið.
Í hádeginu þá hittumst við fjölskyldan heima hjá mömmu. Borðuðum ýmsar kræsingar sem hún móðir mín bauð uppá. Horfðum svo á kryddsíldina og höfðum það huggulegt. Bræður mínir fóru að metast um flugelda á meðan að ég lagaði eftirrétt sem ég hlakka mikið til að bragða á í kvöld, Tiramisu. Ítalskur eftirréttur sem mér finnst yndislega góður. Ég læt uppskrift fylgja sem fyrst á nýju ári.
Ég ætla að eyða kvöldinu með góðu fólki, horfa á svipmyndir frá árinu sem er að líða, skaupið og kveðja árið rækilega um miðnætti og bjóða 2012 velkomið.
Gleðilegt nýtt ár og megi nýja árið færa ykkur ómælda lukku og hamingju.
Takk fyrir það liðna og þúsund þakkir fyrir að gefa ykkur tíma til þess að koma hingað og skoða bloggið. Þúsund þakkir fyrir öll skilaboðin sem mér hafa borist á árinu, mér þykir voða vænt um þau.
Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með blogginu vaxa frá degi til dags.
Árið 2012 leggst vel í mig, ný tækifæri og margar uppskriftir sem ég hlakka til að prufa og deila með ykkur.
Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með blogginu vaxa frá degi til dags.
Árið 2012 leggst vel í mig, ný tækifæri og margar uppskriftir sem ég hlakka til að prufa og deila með ykkur.
Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og munið að jákvæðni drífur okkur áfram, held að það sé gott ráð að setja sér hófleg áramótaheit en muna bara að hafa jákvæðni að leiðarljósi þá gengur allt betur.
Þetta verður gott ár, það er hér með ákveðið. Bannað að breyta...
Njótið kvöldsins.
Áramótaknús
Eva Laufey Kjaran
Gleðilegt nýtt ár sömuleiðis Eva mín!
ReplyDeleteHlakka til að fylgjast áfram með blogginu þínu á nýju ári :)
Áramótakveðja, Sólrún Perla
Wow, wonderful weblog structure! How lengthy have you ever been blogging for?
ReplyDeleteyou made running a blog look easy. The whole look of your web
site is fantastic, as neatly as the content material!
Feel free to surf to my blog - try minecraft free