Thursday, August 30, 2012

Seattle

Hæ ég heiti Eva og ég er með valkvíða. Svo finnst mér líka gott að borða, þið sjáið það mögulega á myndinni hér fyrir ofan.
Svona byrjaði ég daginn minn í Seattle.



 Seattle er ansi hugguleg borg. Uppáhaldið mitt í borginni er Public Market Center, þar gæti ég eytt mörgum tímum í að skoða og smakka mat. 








 Fyrir ári síðan þá keypti ég svo gott hvítlaukspasta svo ég varð að kaupa mér það aftur, í fyrra smakkaði ég líka hjá þeim súkkulaðipasta. Ég ákvað að kaupa mér einn pakka af súkkulaðipasta að þessu sinni, maður á að bera það fram með ís eða rjóma og ávöxtum.

Ég er svolítið spennt að smakka pasta með ís, hljómar ekkert sérlega vel en það er nauðsyn að prufa. Kannski er þetta ansi ljúffengt. Þið fáið að vita allt um það. 

 Síðasti starbucksinn í sumar.. 
Ég var að vinna með svo yndislegum konum sem gáfum mér svo sæta kveðjugjöf - kaffikrús og súkkulaði. Huggulegra verður það ekki. 

Mikið sem mér finnst þetta sumar hafa liðið hratt. Sumarið hefur þó verið ansi ljúft, ég hef ferðast mikið, borðað góðan mat, notið þess að sóla mig og haft það huggulegt með fjölskyldu og vinum. 
Sumarvinnan spilar stóran þátt í því hvað sumarið hefur verið gott, það hefur verið tilhlökkun að mæta í hvert flug. En það er nú ekkert svo langt í næsta sumar ;)

Ég vona að þið hafið haft það ansi gott í sumar kæru lesendur

xxx

Eva Laufey Kjaran

Tuesday, August 28, 2012

Bláberja bollakökur




Um síðustu helgi þá fór ég ásamt ömmu minni að tína bláber. Mikið sem það var nú huggulegt að sitja úti í náttúrunni að tína blessuð berin, ég náði að fylla nokkrar dósir en ég stefni á að fara einu sinni enn, maður fær víst aldrei nóg af bláberjum.  Bláberja bollakökur eru í sérlegu uppáhaldi hjá mér og finnst mér gaman að prufa mig áfram með þessar kökur, þessi uppskrift er býsna góð að mínu mati. Það er mikið af bláberjum í henni og það þykir mér ansi gott.

Mér finnst bláberja bollakökur betri með engu kremi, ég vil heldur hafa þær svolítið grófar með smá haframjölsblöndu ofan á.  Þið getið auðvitað minnkað sykurmagnið, notað spelt í staðinn fyrir hveiti og haft þær í hollari kantinum. Þá eruð þið komin með ágætis morgunverðarbollakökur.

Ég mæli svo sannarlega með því að þið skellið ykkur út í náttúruna og tínið ber. (og notið þau auðvitað í baksturinn ;)



Bláberjabollakökur

u.þ.b. 12 – 14 stk.

8 msk smjör, ósaltað og brætt
2 egg
150 ml mjólk
300 g hveiti
120 g sykur
1 vanilla extract eða vanillusykur
2 tsk lyftiduft
2 – 2 ½ bolli af dásamlegum bláberjum

Hitið ofninn í 180°


1.) Pískið smjör, egg og mjólk saman í skál. 

2.) Sækið aðra skál og sigtið þurrefnin saman, bætið því næst eggjablöndunni við hveitiblönduna og blandið þessu vel saman. (Ef ykkur finnst deigið of þykkt þá bætið þið smá mjólk saman við)
3.)Að lokum bætið þið vanilla extractinu og bláberjunum saman við, blandið því rólega saman við. 

4.) Haframjölsblanda

50 g hveiti
35 g smjör
25 g haframjöl
30 g púðursykur

Setjið allt saman í skál og blandið þessu vel saman með höndunum, þar til þetta verður að fíngerðu deigi

5.) Skiptið deiginu jafnt á milli í lítil pappírform og stráið smá haframjölsblöndu yfir kökurnar.  Ég klippti bökunarpappír í litla bita og notaði sem form að þessu sinni. 

Bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur. 

Ljúffengar og fallegar







Lúxus kaffitími. 

Ég vona að þið njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran

Monday, August 27, 2012

Bláberjaferð með ömmu


Um helgina þá fór ég aðeins upp í sumarbústað, þar í kring eru fullt af bláberjalyngum. Ég og amma fórum að tína bláber og nú á ég fullt af úrvals bláberjum. Það var ansi huggulegt að sitja og tína bláber með elsku ömmu, sem er heimins best. Við ætlum að fara eina ferð til viðbótar þar sem við erum búin að vera ansi dugleg að borða blessuð berin. Á morgun ætla ég að deila með ykkur bláberja bollakökum sem ég bakaði í dag og uppskriftin heppnaðast ansi vel. 

Ég hvet ykkur til þess að skunda út í náttúruna og tína ber.. 


Fallega amma mín hún Kristín 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Sunday, August 26, 2012

Pítsa með pestó, kjúkling og grænmeti.


Ég hef nú sagt ykkur nokkrum sinnum frá því hvað pítsur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. 
Ég nota oftast bara það sem ég á í ísskápnum hverju sinni, pítsur eru góðar með öllu að mínu mati. Og þó, bróðir minn fær sér stundum pítsu með túnfisk, rækjum og maís. Þá segi ég nú stopp. En þessi pítsa sem ég gerði mér um daginn er sérlega  fersk og bragðmikil. 

Ég bjó til speltbotn uppskrift finnið þið hér. Kryddaði kjúklingabringur með allskyns kryddum og lét í eldfast mót og inn í ofn í 20 - 25 mínútur. 

Það er gott að byrja á kjúklingabringunum því pítsabotninn þarf helmingi styttri bökunartíma en bringurnar. 





Það sem að mér finnst gott við þessa pítsu er að allt grænmetið er ferskt.
Ég notaði eftirfarandi grænmeti; 

Rauðlauk
Spínat
Kirsuberjatómata
Papriku

Í staðinn fyrir pítsasósu þá lét ég rautt pestó á pítsuna og stráði mozzarella ost yfir botninn, áður en hann fór inn í ofninn. 


Pítsan klár, kjúklingabringur klárar svo þá er að hefja dúlleríið. 

Að lokum reif ég duglega af ferskum parmesan osti yfir pítsuna. Mmm. 
Gott er að sáldra smá oreganó kryddi yfir sem og duglega af hvítlauksolíu.



Pítsa sem kitlar svo sannarlega bragðlaukana. Mæli með að þið prufið :) 

Ég vona að þið séuð búin að eiga góða helgi. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Friday, August 24, 2012

Uppáhalds


Tíu uppáhalds hlutirnir mínir í Séð og heyrt.

xxx

Eva Laufey Kjaran

Thursday, August 23, 2012

Toronto


Ég fór í fyrsta skipti til Toronto í vikunni. 
Borgin er að mínu mati sérlega skemmtileg, stórborg sem býður líka upp á rólegt umhverfi. Háhýsi einkenna borgina og fallegar strendur. Mér finnst mjög gaman í stórborgum en stundum finnst mér þær svolítið kæfandi og þá er gott að bregða sér í aðeins þægilegra umhverfi, það er svo sannarlega hægt að gera það í Toronto. Ég naut mín á litlum ströndum sem eru að finna á nokkrum stöðum í borginni við sjávarsíðuna, þá leið mér eins og ég væri ein í heiminum með bókina mína.

Við fórum líka út í Center Island, sem er eyja rétt fyrir utan Toronto. Virkilega skemmtilegt að koma þangað og margt hægt að gera þar. 

Ég átti mjög notalega daga í Toronto, það var ansi gott veður svo ég naut þess að dúlla mér í sólinni og skoða mig um.

Morgunverðurinn setur tóninn? Er það ekki svoleiðis. Vaffla, jarðaber, síróp og gott kaffi. Lúxusmorgunverður í útlandinu.

Komin út í eyjuna, kósí umhverfi.
Add caption
 Gæsin sem  stillti sér upp svo fallega þegar ég tók upp myndavélina. 
 Hið ljúfa líf




 Toronto
 Borðuðum á Vagabondo veitingastað eitt kvöldið, ég smakkaði dásamlegt sjávarréttapasta sem ég hef ekki hætt að hugsa um. Þarf að prufa að gera svona pasta sem allra fyrst. 

www.vagabondo.ca  - Mæli með þessum stað ef þið eruð á leið til Toronto
 Skemmtilegt kvöld með þessum skvísum
 Var túristi og fór upp í CN Tower, veðrið var frábært og útsýnið guðdómlegt. 
 ...Jú ég var pínu hrædd.



 Bjútíful

 Morgun booztið á ströndinni
 Mér fannst þessar litlu strendur sem voru á nokkrum stöðum í Toronto ansi skemmtilegar. Stórborg og sólarfjör, borg sem getur ekki klikkað. 

Toronto er ansi skemmtileg borg að mínu mati, mjög margt hægt að gera og ég hlakka mikið til að fara þangað aftur. 

xxx

Eva Laufey Kjaran