Ég fór í fyrsta skipti til Toronto í vikunni.
Borgin er að mínu mati sérlega skemmtileg, stórborg sem býður líka upp á rólegt umhverfi. Háhýsi einkenna borgina og fallegar strendur. Mér finnst mjög gaman í stórborgum en stundum finnst mér þær svolítið kæfandi og þá er gott að bregða sér í aðeins þægilegra umhverfi, það er svo sannarlega hægt að gera það í Toronto. Ég naut mín á litlum ströndum sem eru að finna á nokkrum stöðum í borginni við sjávarsíðuna, þá leið mér eins og ég væri ein í heiminum með bókina mína.
Við fórum líka út í Center Island, sem er eyja rétt fyrir utan Toronto. Virkilega skemmtilegt að koma þangað og margt hægt að gera þar.
Við fórum líka út í Center Island, sem er eyja rétt fyrir utan Toronto. Virkilega skemmtilegt að koma þangað og margt hægt að gera þar.
Ég átti mjög notalega daga í Toronto, það var ansi gott veður svo ég naut þess að dúlla mér í sólinni og skoða mig um.
Morgunverðurinn setur tóninn? Er það ekki svoleiðis. Vaffla, jarðaber, síróp og gott kaffi. Lúxusmorgunverður í útlandinu.
Komin út í eyjuna, kósí umhverfi.
Add caption |
Gæsin sem stillti sér upp svo fallega þegar ég tók upp myndavélina.
Hið ljúfa líf
Toronto
Borðuðum á Vagabondo veitingastað eitt kvöldið, ég smakkaði dásamlegt sjávarréttapasta sem ég hef ekki hætt að hugsa um. Þarf að prufa að gera svona pasta sem allra fyrst.
www.vagabondo.ca - Mæli með þessum stað ef þið eruð á leið til Toronto
Skemmtilegt kvöld með þessum skvísum
Var túristi og fór upp í CN Tower, veðrið var frábært og útsýnið guðdómlegt.
...Jú ég var pínu hrædd.
Bjútíful
Morgun booztið á ströndinni
Mér fannst þessar litlu strendur sem voru á nokkrum stöðum í Toronto ansi skemmtilegar. Stórborg og sólarfjör, borg sem getur ekki klikkað.
Toronto er ansi skemmtileg borg að mínu mati, mjög margt hægt að gera og ég hlakka mikið til að fara þangað aftur.
xxx
Eva Laufey Kjaran
No comments:
Post a Comment