Wednesday, August 15, 2012

Banana ís


Banana hamingja


Þessi ís er af einföldustu gerð, nákvæmlega eins og við viljum hafa það. 
Bananar eru guðdómlegir, hægt að nota þá í allt. Ég sá skemmtilega uppskrift af banana ís og ákvað að slá til og prufa. Þessi ís kom mér skemmtilega á óvart, bragðgóður og ferskur. 

1 banani, skorinn í litla bita og frosinn
1/2 tsk vanilla extract 
1/2 dl mjólk

Frosin bláber, skraut
Rifið dökkt súkkulaði, skraut

Ég skar niður banana og lét í frysti í nokkrar klukkustundir, mjög sniðugt ef þið eigið banana sem eru að verða frekar brúnir að skera þá í litla bita og setja í frysti.
Agalega þægilegt að nota þá til þess að laga ís, í booztinn eða í baksturinn. 

En að máli málanna , allt er sett í blandara í nokkrar mínútur, þegar þetta er orðið silkimjúkt þá er ísinn klár. Ég bætti nokkrum bláberjum og reif niður dökkt súkkulaði til þess að hafa ofan á ísnum. Það var ansi gott! Svo hef ég heyrt að það sé gott að setja hnetusmjör saman við ísinn.

 Möguleikarnir eru margir! Hvet ykkur til þess að prufa. 




Hægt er að borða þennan ís með góðri samvisku.

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment