Saturday, June 22, 2013

Morgunbollinn í sveitinni


Morgunkaffið drukkið í sveitinni í ró og næði, þvílíkur draumur. Veðrið er ferlega gott, loksins lét sólin sjá sig. Allt verður svo miklu betra í sólinni, eruð þið ekki sammála? Ég var orðin þreytt á gráum skýjum. Dagurinn í dag fer því í göngur, garðvinnu og notalegheit. 

 Í dag útskrifast nokkrir vinir mínir úr  Háskóla Íslands og mikið sem ég er montin af mínu fólki. Vildi að ég gæti knúsað þau öll í dag en það verður víst að bíða til betri tíma. Hamingjuóskir með daginn þið sem eruð að útskrifast, hipp hipp húrra fyrir ykkur! 

Ég vona að þið eigið góða helgi framundan kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

1 comment:

  1. Jafnast ekkert á við kyrrðina i sveitinni. Get ekki beðið eftir fríinu mínu í júlí sem verður varið á Þingeyri með fjölskyldunni <3

    ReplyDelete