Tuesday, August 27, 2013

Lífið Instagrammað

 1. Útihlaup eru miklu skemmtilegri í svona fallegu umhverfi, Central Park. 
2. Styttist í flutninga hjá okkur Hadda svo nú ligg ég yfir skemmtilegum hugmyndum fyrir heimilið. 
 3. Myndataka fyrir bókina mína, ég ákvað að taka myndirnar sjálf og það hefur gengið nokkuð vel.
4. Ávextir í fallegu og háu glasi, hressandi kokteill! 
 5. Sushiveisla sem verður í bókinni minni.
6. Ég að vera vandræðilegur túristi í New York.
 7. Karamellu frappuccino, læt inn uppskrift fljótlega.
8. Stígvélin eru komin á, því það rignir bara og rignir...
 9. Bollakökurnar sem ég bakaði fyrir veislu um helgina. 
10. Skemmtilegt kvöld á Borginni með góðu fólki á menningarnótt.
Það er ár frá því að ég eignaðist snjallsíma og ég hef notað hann ótrúlega mikið, ég tek ótrúlega mikið af myndum á símann og er sérlega hrifin af Instagram. Þar deili ég allskonar myndum úr lífi mínu og hef náð að festa á filmu ljúfar stundir með fólkinu mínu. Það er svo verðmætt að eiga myndir, þess vegna tek ég mikið af myndum og ég elska að fletta í gegnum gamlar myndir og ylja mér við góðar minningar. 

Ég vil mæla með prentagram, hágæða prentun á Instagram myndum. Ég er búin að panta einu sinni og kem til með að panta aftur fljótlega. Ódýr, fljótleg og góð þjónusta. Það er miklu skemmtilegra að eiga útprentaðar myndir heldur en að eiga myndirnar bara í tölvunni. Ég er að vinna í því að búa til myndavegg þar sem myndirnar fá að njóta sín. Hér getið þið fengið frekari upplýsingar um prentagram. 

Ég vona að þið eigið góðan dag kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment