Friday, August 23, 2013

Yndislegur föstudagur

Þessi föstudagur er með þeim betri í langan tíma. Ég fór ásamt vinkonum mínum í nudd og dekur, fórum í heilsulindina í Hreyfingu, Blue Lagoon Spa. Ég veit ekki hvað við höfum oft talað um að eiga svona dag saman en aldrei gert neitt úr því en ákváðum að kýla á þetta loksins og almáttugur hvað það var frábært. Fórum í nudd og í djúpslökun, mikil ósköp sem það var gott. Við áttum virkilega notalegan dag saman, skáluðum fyrir nýjum tækifærum og nutum þess að vera saman í slökun. Eftir dekrið þá fórum við Agla út að borða, prófuðum veitingastaðinn Nora Magasin og við erum sérlega hrifnar af staðnum. Maturinn var ótrúlega góður og skemmtilega borin fram. 

Ég kemst ekki yfir það hvað ég á góða og skemmtilega vini, það er ómetanlegt að eiga svo gott fólk í kringum sig. Dagurinn í dag var afar kærkomin fyrir sálina og líkamann auðvitað.


 Aglan mín. Verkfræðingurinn og súpermamman. 
 Fengum okkur ljúffengt panini, ég með geitaosti og Agla fékk sér með gráðosti. Við vorum báðar mjög ánægðar með matinn. Og eftirréttinn... brownie með miklu hnetusmjöri. Namminamm.



Agla, Guðrún Selma og ég. Þrjár vinkonur himinlifandi með daginn. (og með hárið til fyrirmyndar) 

Nú erum við Haddi komin í sveitina og ætlum svo sannarlega að njóta þess, ég er búin að kveikja á kertum, úti rignir og rignir. Ljúft haustkvöld og nú ætla ég að slökkva á tölvunni og opna eina bók. 

Ég vona að þið hafið það sem allra best kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment