Thursday, July 28, 2011

Nú er ég komin í sæluna á Hvolsvelli. Mikil ósköp sem ég elska að koma hingað, færist yfir mig svo mikil ró í hvert skipti sem ég er hér. Í dag er ég bara búin að hafa það huggulegt, lúra, fara í labbitúr og svo elduðum við lambahrygg og amma hans Hadda kom til okkar í mat. Kertaljós, góður matur og góður félagsskapur. Ansi notalegt - enda þurfa batteríin að vera vel hlaðin fyrir helgina. Á morgun förum við yfir til Eyja. Ég er orðin ansi spennt - fer með svo skemmtilegu fólki að þetta stefnir allt í ljómandi fína helgi. Eitt er þó víst, að ég kann ekki að pakka. Er komin með alltof mikið af dóti sem ég ætla að drösla með mér yfir. En allur er varinn góður, betra að hafa of mikið en of lítið. :-)

Í dag gerði ég kjarakaup að mínu mati. Er búin að vera að spá í lopapeysum en ekki fundið fínt snið sem mig langar í, en ég kíkti í smástund í Mýrina í kringlunni áður en við lögðum í hann til Hvolsvallar í morgun og þá blasti við mér sérdeilis falleg peysa. Farmers Market peysa - dásamlega falleg og hlý. Ég var þó í valkvíðahnút í búðinni enda svo mikið af fallegum peysum og vörum í þessari búð.

En þessi hér fyrir neðan varð fyrir valinu :)


..Góða helgi elsku þið, sjáumst í Eyjum!

Wednesday, July 27, 2011

Me wants. Ég ætla að fá mér eina Calabrese tösku fyrir haustið. Mér finnst þær agalega flottar og líkast til ansi þægilegar.

Monday, July 25, 2011

Bananahafralíme - kökur. Gott fyrir nartara!

Ég er heimsin besti nartari, ég get nartað endalaust í eitthvað þannig ég ákvað að gera kökur sem mér finnst ansi góðar og þær eru hollar. Þá er samviskan í góðu standi eftir allt þetta nart. Líka sérlega einfaldar og fljótgerðar..
  • 3 bananar
  • 2 bollar af höfrum
  • 1 bolli af blönduðum fræjum (kúmen, hörfræ osfv.) Það sem ykkur dettur í hug.
  • 1/2 kókosflögum
  • 3 msk. kókosolía
  • 1 tsk kanil
  • Dass af salti
  • 1 tsk vanilludropar
  • Rifin börkur af 1/2 lime
Öllu blandað vel saman og látið standa í hér um bil 10 mín.

Inn í ofn við 175° í 15 - 20 mín.

Ansi ljúffengt




Sunday, July 24, 2011

...Sunnudagur til sælu. Bókstaflega! Planið var að vera á Hvolsvelli um helgina en það þróaðist yfir í það að vera bara heima við í notalegheitum. Verður ansi mikið fjör um næstu helgi svo það var ágætt að vera bara heima við. Ég svaf lengi, var ekki komin á fætur fyrr en um tíu. Kveikti á könnunni og kíkti á mbl.is. Ég er orðin vanaföst - dagurinn hefst ekki fyrr en ég er búin með þetta ágæta kaffi/frétta process. Ákvað síðan að skella í mömmudraum, einfalt og klikkar aldrei. Fékk góða gesti í kaffi. Mamma, Maren, strákarnir mínir, amma og afi. Veðrið er líka þannig í dag að það býður ekki upp á neitt annað en smá leti og kósítæm. Mér finnst fátt notalegra en að lesa góða bók, innvafin í teppi með gott kaffi og heyra í vindinum fyrir utan... alvöru sunnudagur. Ég ætla að taka mér smá göngutúr til að hressa mig við, pæja mig síðan upp og svo ætlum við út að borða í kvöld. Elskulegi tengdafaðir minn á afmæli í dag og því ætlum við að fagna.

Njótið dagsins og vonandi er helgin búin að vera dásamleg hjá ykkur.

XXX




..Allir í fjölskyldu minni eiga það sameiginlegt að elska mat. Matmálstíminn er nauðsynleg stund fyrir alla á heimilinu. þá setjast allir niður, eitt er víst að það er alltaf gott í matinn hjá henni mömmu. Og það er alltaf líf og fjör við matarborðið! Enda er fjölskyldan stór. Ég kann best við mig í látunum heima við matarborðið - allir tala ofan í alla, litlu strákarnir grenja og hlæja til skiptist og sömuleiðis gera yngri bræður mínir það. Ég tuða yfirleitt í smá stund en þagna þegar að ég fæ mat á diskinn minn. Við erum sex í fjölskyldunni, svo eru það litlu strákarnir þrír, makar, amma og afi. Þannig þetta er ansi margt og en svo ótrúlega fínt.

Í gær þá sá Maren um forréttinn og ég aðalréttinn. Anti-pasti bakki í forrétt og kjúklingasúpa í aðal. Þessu var skolað niður með ansi góðu rauðvíni, litlu strákarnir fengu maltöl. Enda er það nýja sportið að fá malt í gleri.

Þeir sem að borðuðu matinn sinn fengu svo svaladrykk í eftirrétt og nammipoka (það er líka aðal sportið)

Kaffi og sukkó fyrir framan sjónvarpið.. svo smá leggja. Ég veit ekki um neitt betra heldur en að lúra þegar að ég verð pakksödd. Yndisleg tilfinning

xxx




Hráskinka, melóna, parmesan ostur, kirsuberjatómatar, basilika, mozzarella ostur, ólívur, hvílaukskex með bræddum brie með mango chutney og hnetum.




Andri sælkeri

Bakaður brie með mango chutney og hnetum. (DÁSEMD)

Kjúklingasúpan góða með heimalöguðu hvítlauksbrauði.

Svaladrykkur fyrir fullorðna


Kjaran bregður á leik!

Saturday, July 23, 2011


Stundum skilur maður ekki þennan heim. Hvað vakir fyrir sumu fólki, sem betur fer skilur maður það ekki. Erfitt er að koma orðum að því hvað mannfólk getur verið illt. Fleiri eru góðir - en þeir sem illir eru skilja eftir djúp sár. Ég er búin að kveikja á kertum hér heima við og hugsa hlýtt til Noregs. Erfiðir tímar.

Hugsum vel um hvort annað, tökum utan um fólkið sem við elskum og verum dugleg við að minna fólkið okkar á það hvað það sé dýrmætt. Því lífið er óútreiknanlegt.

xxx


Ég, mamma, Maren og amma fórum til Reykjavíkur og áttum ansi notalegan dag saman. Snæddum dýrindis máltíð á jómfrúnni og kíktum í nokkrar búðir. Drukkum gott kaffi og nutum þess að rölta um í góða veðrinu. Svona á þetta að vera. :o)



Smörre-brauð á jómfrúnni. Dejligt!

Sunday, July 17, 2011

Dásamlegir dagar á Skipaskaga

Akranes er búið að skarta sínu fegursta í þessu yndislega veðri undanfarna daga...

Ooog þá er bara eitt í stöðunni að njóta þess! Kíkja á Langasand, vaða í sjónum og fara síðan í sólbað á Aggapalli sem er staðsettur fyrir ofan Langasand. Þar eru sólbekkir og algjört skjól fyrir sóldýrkendur :) Svo er náttúrlega ansi indælt að kíkja í sund og fá sér ís eftir á.

Hljómar það ekki bara dásamlega??? Allir á Skagann

XXX




Thursday, July 14, 2011

...Yndislegur matur í Hörpunni í fallegu veðri með mömmu, ömmu og Mareni








Wednesday, July 13, 2011

Bláberjamúffu-ást




Ég elska bláberjamúffur - gæti borðað þær alltaf , alla daga. En ég kann að hemja mig - smá. Ég prufaði ansi fína uppskrift um daginn og þær voru dásamlega góðar.

Hér kemur uppskriftin: Lagar ca. 12 múffur

280 gr. Hveiti
1.tsk lyftiduft
1.tsk salt
115 gr. púðursykur
2 egg
150 gr. frosin eða fersk bláber
250 ml. mjólk
85 gr. Smjör (bræðið smjerið og kælið)
1 tsk. vanilludropar
Rifinn börkur af einni sítrónu

Aðferð:

Stillið ofninn á 200°

Sigtið saman hveitinu, lyftiduftinu og saltinu í stóra skál. Bætið svo bláberjum og sykrinum saman við, rólega.

Sláið eggin létt saman í skál og bætið síðan við mjólkinni, smjerinu, vanilludropum og sítrónubörknum.

Blandið síðan eggjablöndunni saman við þurrefnin og hrærið rólega í blöndunni í smá stund.

Inn í ofn með múffurnar í 20 mín við 200°.

Gott er að setja smá sítrónuglassúr sem topping! (Flórsykur+ sítrónusafi og smá mjólk)







Tuesday, July 12, 2011


Nýja uppáhaldið.. keypti mér þessa yndislegu peysu í H&M

Sunday, July 10, 2011

...Dagkrem. Það er möst að eiga gott dagkrem að mínu mati - ég prufaði eyGLÓ frá Sóley um daginn og er ég afskaplega ánægð. Gaman að nota íslenskar vörur, kremið gefur minni húð mjög fínan raka og ég er með þurra húð. Kostar 4000 kr. í flugvélinni sem er alls ekkert hræðilegt miðað við hvað kremið er gott. :)

Kremið er 100% náttúrulegt, umhverfisvænt og án allra óæskilegra aukaefna


xxx

Washington ferð með mömmu

Þessi ferð - þessi borg! Æði. Ég var sérdeilis heppin með það að mamma mín kom með til Washington. Stutt stopp - en tíminn nýttur vel! Ég var að vinna með ótrúlega skemmtilegri áhöfn og fórum við öll saman út að borða og höfðum það virkilega skemmtilegt saman, komum seint heim og dönsuðum langt fram eftir kvöldi! Mikið fjör. Svo var rise and shine eldsnemma til þess að túristast - og versla pínkupons. Hitinn var yfir 40°stig svo það var ansi heitt.... Washington er dásamleg, ég ætla aftur og þá ætla ég að vera lengur ;) Stórkostlegar byggingar, allt svo snyrtilegt og hún gjörsamlega faðmar mann þegar að maður kemur. Mikið um gróður - prívat og persónulega þá finnst mér hún pínu Evrópsk. En ég og mamma náðum að skoða ansi margt -og við náðum líka að eyða miklum tíma í búðum:-) Borðuðum góðan mat og höfðum það sérdeilis gaman saman...

Dásamlegt stopp!

xxx









 



xxx