Sunday, July 24, 2011

..Allir í fjölskyldu minni eiga það sameiginlegt að elska mat. Matmálstíminn er nauðsynleg stund fyrir alla á heimilinu. þá setjast allir niður, eitt er víst að það er alltaf gott í matinn hjá henni mömmu. Og það er alltaf líf og fjör við matarborðið! Enda er fjölskyldan stór. Ég kann best við mig í látunum heima við matarborðið - allir tala ofan í alla, litlu strákarnir grenja og hlæja til skiptist og sömuleiðis gera yngri bræður mínir það. Ég tuða yfirleitt í smá stund en þagna þegar að ég fæ mat á diskinn minn. Við erum sex í fjölskyldunni, svo eru það litlu strákarnir þrír, makar, amma og afi. Þannig þetta er ansi margt og en svo ótrúlega fínt.

Í gær þá sá Maren um forréttinn og ég aðalréttinn. Anti-pasti bakki í forrétt og kjúklingasúpa í aðal. Þessu var skolað niður með ansi góðu rauðvíni, litlu strákarnir fengu maltöl. Enda er það nýja sportið að fá malt í gleri.

Þeir sem að borðuðu matinn sinn fengu svo svaladrykk í eftirrétt og nammipoka (það er líka aðal sportið)

Kaffi og sukkó fyrir framan sjónvarpið.. svo smá leggja. Ég veit ekki um neitt betra heldur en að lúra þegar að ég verð pakksödd. Yndisleg tilfinning

xxx




Hráskinka, melóna, parmesan ostur, kirsuberjatómatar, basilika, mozzarella ostur, ólívur, hvílaukskex með bræddum brie með mango chutney og hnetum.




Andri sælkeri

Bakaður brie með mango chutney og hnetum. (DÁSEMD)

Kjúklingasúpan góða með heimalöguðu hvítlauksbrauði.

Svaladrykkur fyrir fullorðna


Kjaran bregður á leik!

1 comment:

  1. Viltu ekki henda inn kjúklingasúpu uppskriftinni? Hef aldrei prófað að elda svoleiðis

    ReplyDelete