Wednesday, July 6, 2011

Yndislega yndislega veður - ég elska hvað það er búið að vera gott veður undanfarið, helgin fékk þó mínus í veðrakladdann en en, gaman hvað allt verður einfaldara og betra þegar að sólin skín.

Í gær fór ég til Stokkhólms og í dag fór ég í Noregsferð, semsé til Bergen og Þrándheims. Bæði morgunflug - ég ætla bara aldrei að læra.. að sofa vel. Svaf í rúma klukkustund fyrir fyrstu morgunvaktina - það var snilld, skreið svo upp í rúm í gær og steinsofnaði ansi snemma, en var þá vel sofin í morgun. Ég ætla að fara að passa upp á svefninn - mikil ósköp sem maður verður ónýtur eftir lítinn svefn.

Í kvöld fór ég í mat til ömmu og afa upp í bústað, mamma grillaði og ég sá um eftirrétt. Huggulegra verður það bara ekki.Þrándheimur í dag - yndislegt veður í Noregi


Haddi á erfiða konu, honum finnst ég vandræðaleg sem er hneisa :)

Strike a pose

Fallega Hafnarfjall


Fallegu strákarnir mínir

Svolítið gaman þegar að Eyja kemur með pakka frá útlandinu

Fallegust mæðgurnar
Rík frænka


xxx

No comments:

Post a Comment