Sunday, August 7, 2011

Ég vaknaði við yndislegt veður í morgun, það er dásamlegt! Dreif mig út á hjólið og kom auðvitað við í bakaríinu (enda er helgi og þá má allt) og hjólaði til Marenar. Sátum úti og borðuðum bakkelsi í sólinni. Nú er ég komin inn og byrjuð að túpera mig upp fyrir daginn. Leiðin liggur til Washington. Ég verð þar í tvo daga og ætla svo sannarlega að njóta mín. Veðrið á að vera ansi gott - um 30°stiga hiti og sól. Þannig ég mun eflaust brúka sundlaugina á hótelinu til þess að næla í smá tan, bara pínu.

Ég lofa skemmtilegum myndum af fallegri borg í næstu færslu. Hafið það gott í góða veðrinu og njótið þess að vera til. Það ætla ég allavega að gera :-)


1 comment:

  1. Skemmtu þér vel í Washington! Hefði verið snilldin ein að ná þér þar, en við verðum bara að hittast síðar... :)
    Björg

    ReplyDelete