Friday, September 28, 2012

Góð byrjun á deginum


Það er ansi ljúft að byrja daginn á því að fá sér góðan boozt. Ég reyni að vera dugleg að búa til b
oozt áður en ég fer í skólann en vissulega er ekki alltaf tími til þess. Þá daga sem ég næ að gera mér boozt þá líður mér ótrúlega vel. Það er nauðsynlegt fyrir líkamann að fá góða næringu áður en lagt er af stað út í daginn... 


Berja boozt 

1 bolli frosin blönduð ber
1 bolli frosin jarðaber
1 banani
1 msk hörfræ
1 lítil dós vanilluskyr
ca. 150 ml superberries safi

Allt saman sett í blandarann í nokkrar mínútur. 
Ég átti nokkur fersk jarðaber og lét nokkur ber ofan á booztið. 



Virkilega ferskt og gott boozt. Blandan dugir vel í tvö stór glös svo ég fékk mér eitt í morgunsárið, lét restina inn í ísskáp og fæ mér svo aftur í dag sem millimál.

Það er föstudagur í dag, uppáhalds dagurinn minn. Plan dagsins er lærdómur, hlaup og svo langar mig mikið í eitthvað gott í kvöldmatinn. Það er nú algjör skylda að fá sér eitthvað gott á föstudögum. 

Ég vona að þið eigið ljómandi fína helgi 

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment