Helgin er búin að vera fljót að líða. Ég er búin að hafa það ansi huggulegt hér heima við og í sumarbústað með yndislegum vinum. Það er fátt skemmtilegra en að fara upp í bústað með góðum vinum. Borða góðan mat, spila, drekka vín, fara í pottinn og hafa það almennt ansi gaman. Veðrið var líka yndislegt og umhverfið svo ótrúlega fallegt. Ég elska haustið og sjarmann sem fylgir haustinu
Litagleðin í náttúrunni er svo falleg. Ég fékk mér smá göngutúr í dag áður en að ég fór heim. Það er ekkert eins gott og að labba um í sveitinni, kyrrðin er ótrúlega þæginleg og maður nær að slappa alveg af. Mér líður allavega afskaplega vel upp í bústað og ég þarf að vera duglegri að fara þangað.
Kaffið drukkið úti á palli, veðrið var ansi ljúft í dag.
Haustlitir og sólin....
Talandi um að helgarnar séu fljótar að líða þá er október á morgun! Tíminn flýgur áfram.
Október er nú ansi fínn mánuður og það er nóg um að vera. Margt skemmtilegt framundan. :)
Október er nú ansi fínn mánuður og það er nóg um að vera. Margt skemmtilegt framundan. :)
Þessir vinir mínir eru svo frábærir.
Ég vona að þið hafið átt ljúfa helgi kæru vinir og takk fyrir september!
xxx
Eva Laufey Kjaram
No comments:
Post a Comment