Thursday, April 18, 2013

Brauðbakstur í Salt eldhúsi.

 Í bakhúsi á Laugaveginum leynist gullmoli sem engin áhugamannekja um matargerð ætti að láta fram hjá sér fara. Þar hefur Auður Ögn Árnadóttir innréttað kennslueldhúsið Salt eldhús. Kennslueldhús sem bíður upp á ótrúlega fjölbreytt úrval matreiðslunámskeiða, þar sem þátttakendur elda sjálfir allan mat frá grunni án þess að stuðst sé við fyrirlestrarformið. 

Á þriðjudaginn þá fór á ég námskeið hjá Salt eldhúsi. Þar lærði ég að baka dásamleg brauð frá grunni. Ég hef oft bakað brauð með ágætum árangri en mig hefur lengi langað að læra það almennilega.  Brauðbaksturinn hjá mér hefur verið svona happa og glappa, stundum eru brauðin voða fín en aðra daga ekki svo fín.  

Á námskeiðinu  lærðum við að baka frönsk og ítölsk brauð úr þremur tegundum af deigi og fengum við þátttakendurnir að prófa okkur áfram á öllum stigum brauðgerðar. Auður, eigandi Salt eldhús kennir námskeiðið og gerir það ótrúlega vel. Ég get ekki beðið eftir því að baka brauð fyrir fjölskylduna mína og vini. Það er algjör nauðsyn að kunna að baka gott brauð, það er líka eitthvað svo dásamlegt við það að baka sín eigin brauð. Þá veit maður nákvæmlega hvað fer í deigið. 

Þetta er í annað sinn sem ég fer á námskeið hjá Salt eldhúsi og ég skora á ykkur að skella ykkur á námskeið hjá Auði. Þetta er algjörlega frábært. Ég tók auðvitað nokkrar myndir af námskeiðinu sem ég ætla að deila með ykkur. 







 Skemmtilegu borðfélagarnir mínir.

 Við fengum ljómandi góða súpu og ljúffengt brauð í kvöldmatinn. 

 Hér sýnir Auður okkur hvernig við búum til einfalt og gott pestó.
 Fallegu og góðu brauðin sem við bökuðum.
 Brauðstangir fylltar með parmesan, kóríander, basilíku og ólífum. 
Það var ekki amalegt að fara af námskeiðinu með fullan poka af nýbökuðu og ljúffengu brauði. 

Ég mæli með að þið skoðið úrvalið af námskeiðum hjá Salt eldhúsi. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment