Thursday, April 25, 2013

Hressandi sumarsafi með avókadó.

Ég er alltaf að prófa mig áfram í safagerð og mér finnst það frekar skemmtilegt, ég er svo ánægð þegar þeir heppnast vel. Ég orðin verulega háð avókadó, borða það helst á hverjum degi. Það er bæði svakalega hollt og einstaklega gott, því ákvað ég að búa til safa með avókadó sem heppnaðist svakalega vel. 

 Græni súpersafinn. 

500 ml ískalt vatn
safi úr 1/2 sítrónu
2 sellerí stilkar, skornir í bita
1/2 agúrka, skorinn í bita
handfylli spínat
1 dl ferskt eða frosið mangó í bitum
1 avókadó 

 1. Byrjið á því að skera hráefnið. 
2. Setjið vatn í blandarann, 500 ml ískalt vatn. 
3. Bætið hráefninu saman við vatnið í pörtum, ég læt fyrst agúrkuna og sellerí, leyfi því að hakkast algjörlega áður en ég læt hitt hráefnið saman við. Það tekur góðar 3 - 4 mínútur að blanda safanum vel saman.

 4. Ég sía safann  í gegnum sigti áður en ég drekk hann, þess þarf auðvitað ekki.
5. Hellið safanum í glas og njótið vel.

 Fallegur grænn safi yfirfullur af hollustu. Ég vona þið eigið dásamlegan dag kæru vinir og takk fyrir veturinn. Nú bíður okkar stórgott sumar handan við hornið :-)

xxx

Eva Laufey Kjaran

2 comments:

  1. Hæhæ.
    Langaði að forvitnast hvar þú kaupir svona lítil krúttaraleg avocado ? :)

    Mbk. Pála

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hæhæ Pála. Ég keypti þessi avókadó í Krónunni :)

      Bestu kveðjur

      Eva Laufey

      Delete