Tuesday, April 2, 2013

Fimm uppskriftir í léttari kantinum.

Ég veit ekki með ykkur en ég borðaði yfir mig um páskana og gott betur en það. Veisla á hverjum degi, óhóflegt súkkulaðiát og já sífellt át. Það er vissulega huggulegt en ég finn það að líkaminn minn gargar á hollustu eftir páskalúxusinn. Ég tók til fimm uppskriftir sem eru í léttari kantinum, þær eiga það allar sameiginlegt að vera fremur einfaldar, fljótlegar og góðar auðvitað. Ég ætla að borða mikið af fisk og grænmeti í vikunni, það er allavega eitt af markmiðum vikunnar. Í kvöld verður fiskrétturinn með kókosmjólkinni á boðstólnum heima hjá mér, hann er ótrúlega góður og léttur í maga. 

 Kjúklingasalat með pasta, jarðberjum og ferskum parmesan osti. Salat sem fangar augað og kitlar bragðlaukana, ótrúlega gott. 

 Ofnbakaður lax með pestó, bökuðum sætum kartöflum og fersku salati. Lax er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og þessi réttur er algjört æði. 

 Japanskt kjúklingasalat, ljúffengt salat með dásamlegu krönsi.

 Fiskréttur með rækjum, kókosflögum og kókosmjólk. Mér finnst best að nota ýsu en þið getið auðvitað notað hvaða fisk sem er. 

Satay kjúklingasalat, þetta salat er án efa það besta sem ég hef smakkað. Ég fékk uppskriftina hjá vinkonu minni fyrir nokkrum árum og ég hef margoft eldað þetta góða salat. Mæli sérstaklega með að þið prófið þetta salat. 

Ég vona að þið njótið vel kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

1 comment:

  1. Takk fyrir þetta - nú er það bara hollustan eftir matarátið yfir páskana :)

    ReplyDelete