Monday, March 21, 2016

Vikuseðill

Nú styttist heldur betur í páskana og eflaust margir komnir í páskafrí og byrjaðir að njóta með fjölskyldu og vinum. Mig langaði að deila með ykkur vikuseðli sem er í betri kantinum að þessu sinn og ég vona að þið fáið hugmyndir að kvöldmatnum út vikuna. 

Njótið vel. 

Góður fiskréttur er alltaf fín hugmynd á mánudegi og þessi fiskur með rjómaosti og grænmeti er í betri kantinum.
Æðislegt kjúklingasalat með stökkum núðlum og fetaosti á þriðjudaginn, smá salat áður en veisluhöldin um helgina hefjast.
Bragðmikil karrí- og eplasúpa með kjúkling, en það má sleppa honum að bæta við meira af grænmeti. 
Páskafríið byrjað og nú má sko gera vel við sig á fimmtudegi, hvernig hljómar Risotto með stökku beikoni, aspas og parmesan? Borið fram með ísköldu hvítvínsglasi. 
Á föstudaginn ætla ég að hafa ljúffenga nautasteik í matinn og búa til einfalda en svakalega góða chili bernaise sósu sem allir elska. 
Á laugardaginn er ágætt að hvíla kjötið og bera fram laxasteik með blómkálsmauki og ferskum aspas, sannkölluð sælkeramáltíð. 
Á páskadag er nauðsynlegt að mínu mati að bera fram lambakjöt og fylltur lambahryggur með öllu tilheyrandi er alltaf góð hugmynd. 
Sunnudagsbaksturinn: Súkkulaðivika ársins að ganga í garð og það væri algjör hneisa að baka ekki eins og eina ómótstæðilega súkkulaðiköku og þessi blauta súkkulaðikaka með súkkulaðimús er afar góð.. ég segi ykkur það satt.


Ég vona að þið eigið yndislega viku framundan. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin sem notuð eru í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups. 


2 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. Mikið líst mér vel á svona vikuseðla hjá þér. Þetta má vera fastur liður. Kv. Hanna Björg

    ReplyDelete