Mánudagsfiskurinn: Æðisleg bleikja í teriyaki sósu með fetaosti. Þessi réttur er afskaplega einfaldur og fljótlegur sem er alltaf mikill plús á þreyttum mánudegi.
Þriðjudagur: Æðisleg rif með asískum blæ. Þetta er rétturinn sem setningin "eitt sinni smakkað, þú getur ekki hætt" á vel við.
Miðvikudagur: Mexíkóskt kjúklingasalat með mexíkó-ostasósu og Doritos.
Fimmtudagur: Á uppstigningardaginn ætla ég að elda fyllt cannelloni með spínati og nóg af osti... algjört sælgæti.
Föstudagur: Á mínu heimili er hefð fyrir pizzaáti á föstudögum og ætla ég að gera þessa ómótstæðilegu bbq pönnupizzu sem er borin fram með klettasalati, tómötum og nýrifnum parmsesan.
Helgarmaturinn: Um helgina ætla ég að elda uppáhalds súpuna mína en það er humarsúpan hennar mömmu sem ég elska og elda við sérstök tilefni.
Helgarbaksturinn
Hér koma tvær hugmyndir að helgarbakstrinum annars vegar ljúffeng marensterta með karamellukremi og hins vegar dúnmjúkar morgunverðarbollur sem allir ættu að prófa.
Ég vona að þið eigið góða viku framundan.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaupsþ
Gerði bleikjuna í gær - geri alltaf það sem mér er sagt ;)
ReplyDeleteOg hún var ææææææðisleg! Aldrei heyrt kærastann tala eins vel um fisk og hvað þá að biðja um hann fljótt aftur! :)
Takk takk!
Mikið er ég glöð að heyra kæra Kristín! Takk fyrir að segja mér frá ;)
Delete