Bíóklúbburinn ákvað að gera vel við sig í gær. Við elduðum dýrindis lasagne. Mexican - style.
Ótrúlega gott, Agla Sigríður kom okkur á lagið með þennan dýrindis rétt.
Mikil ósköp sem það var ljúft!
xxx
Uppskrift:
Fyrir 6 manns.
1 pakki kjúklingabringur
1 x rauðlaukur
1x askja af sveppum
1x paprika
1x dós af söxuðum tómötum
1x krukka af salsasósu
1x lítil krukka af gulum baunum
1 x poki rifinn ostur
3 - 4 msk rjómaostur
1x pakki af hveititortillum
Dass af salt og pipar..
Grænmetið er skorið niður og steikt á pönnu við vægan hita í smá stund.
Kjúklingabringurnar eru sömuleiðis skornar smátt niður og steiktar á pönnu.
Á meðan að hlutirnir eru að gerast á pönnunni þá er dregin fram stærsti pottur heimilsins, eða svona hér um bil. Tómatar og salsasósan fara þangað, gulu baunirnar fá líka að fljóta með. Svo er kjúklingabringunum og grænmetinu bætt saman við. Þessu er blandað vel saman við vægan hita. Við settum smá rjómaost með, til þess að hafa þetta örlítið meira djúsí. En það má sleppa honum.
Næsta skref er að sækja fallegt form og byrja að raða þessu saman. Fyrst nokkrar skeiðar af innihaldinu og svo nokkrar tortillur.. og ostur. Alveg eins og við venjulega lasagne gerð.
Rúmlega 20 mín í ofninum við 180°. Um leið og osturinn ofan á er farinn að verða brúnn þá er þetta tilbúið.
Ótrúlega gott að bera þetta fram með fersku salati og sýrðum rjóma.
Gómsætt
xxx Njótið!
No comments:
Post a Comment