Fish-fajita
Ég ákvað að gera vel við mig í kvöld og fá mér eitthvað ótrúlega gott að borða, fiski fajita er eitt af því sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Ég ákvað að gera vel við mig í kvöld og fá mér eitthvað ótrúlega gott að borða, fiski fajita er eitt af því sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Ég byrja á því að marinera ýsu. Set olíu í plastpoka (svona nestispoka) bæti síðan við salt, pipar, basiliku, steinselju, rósmarín, nokkrir dropar af tabasco sósu og kirsuberjatómatar. Reyni að skera þá smátt og kreista vökvann úr þeim, gerir þetta ansi djúsí. Ýsan er skorin í litla bita og sett ofan í pokann. Svo hristi ég pokann til og læt þetta blandast vel saman. Inn í ísskáp í nokkrar klst.
Grænmeti steikt á pönnu, hver og einn ræður sínum skammti. Ég steikti rauðlauk, sveppi og paprikku í smástund uppúr olíu. Því næst steikti ég fiskinn góða.
Reif niður jöklasalat, skar tómata og grænar ólívur.
Salsa sósa og ab-mjólkur sósan mín. (ab-mjólk, hvítlauksgeirar, agúrka, salt og pipar)
Semsé heilhveititortilla, salsa sósa, jöklasalat, tómatar, steikt grænmeti, ólívur, fiskurinn og nokkrir bitar af fetaosti og ab-sósan.
Ég er að segja ykkur það að þetta er ótrúlega gott og endilega prufið þetta næst þegar að þið eruð með ýsuflak fyrir framan ykkur og viljið prufa eitthvað nýtt.
xxx
Hljómar mjög vel. Ætla að prófa þetta.
ReplyDeleteps , flott blogg hjá þér Eva. Er ný hér.
Kær kveðja frá Vermont, US.